Selatalningin mikla 2022

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

KLIKKIÐ hér til að skrá ykkur

Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi

  • Það er mikilvægt að telja einungis seli sem eru á þínu svæði, svo að hver selur sé aðeins talinn einu sinni.
  • Þú skráir niður alla seli sem þú sérð, hvort sem það er á landi, skeri eða í sjó, auk tímasetningar. Ef hægt er að að greina á milli Landssels og Útsels, þá vinsamlegast skráið það líka.
  • Það er mikivægt að muna, að ekki sjá allir seli, en það er jafn mikilvægt fyrir okkur að vita það og sjá seli.
  • Vinsamlega ferðastu af vargætni og án hávaða, þar sem það getur fælt selina áður en þú getur talið þá. Vinsamlegast ekki koma með hund af sömu ástæðu. Nánar má lesa um hegðun við selaskoðun hér.
  • Vinsamlegast gangið vel um svæðin, gangið ekki yfir ræktuð svæði, virðið girðingar/hlið, ónáðið ekki dýrin og leggið bílum á öruggum stöðum.
  • Varðandi sjónauka, þá er mjög gott að hafa þá með sér en ekki nauðsynlegt til þátttöku. Selasetrið á nokkra sjónauka og það er möguleiki að fá lánaðann sjónauka meðan birgðir endast.

——-

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2021 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla



Góð aðsókn það sem af ári – yfir 6 þúsund gestir nú þegar

Rostungurinn

Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands það sem af er sumri og nýja sýningin Rostungurinn hefur vakið mikla athygli.

Skapaðu minningar á Selasetri Íslands 😊🦭💙

– – – – – – – – – –
#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid

Icelandic Seal Center Research Symposium

The symposium will take place at the Icelandic Seal Center museum next Friday, 24th of June 16:00-20:00.

You are most welcome

The aim of this symposium is to present ongoing research at the center, as well as getting to know scientists and students that have different connections to the Icelandic Seal center (ISC). In the first session, Páll Línberg, manager of the ISC will give a presentation about the structure and background of the center. Research department heads, Sandra M. Granquist (Seal Research department) and Jessica Aquino (Tourism Research department) will also give overviews of ongoing research in the different departments. In Sessions 2 and 3, researchers associated with ISC and students who are working on master theses or doing internships at the ISC will present research they do in cooperation with ISC and/or projects they have worked on in the past.

View abstracts here.

Íbúakönnun í Húnaþingi vestra

Kæru íbúar Húnaþings vestra

Hún Sarah Walter sumarnemi hjá Selasetri Íslands er að gera íbúakönnun fyrir íbúa Húnaþings vestra sem hluti af hennar starfsnámi í samvinnu við Wageningen háskóla í Hollandi . Tilgangur þessarar rannsóknarinnar er að kanna hvernig íbúar í Húnaþingi vestra líta á uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og hvort og þá hvaða ferðaþjónustu þeir vilja sjá í framtíðinni.

Það tekur um það bil 10 mínútur að svara spurningalistanum. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þess gætt að ekki verði hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Góð þátttaka skiptir máli fyrir gæði niðurstaðna rannsóknarinnar.

Klikkið hér á linkinn til að taka þátt á íslensku
Athugið að könnunin er aðeins fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Með fyrirfram þökk
Sarah


Click here to participate in the English
note, this is only for residents living in the Húnaþingi vestra.

ROSTUNGURINN

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands opna sýninguna ROSTUNGURINN – The Walrus á Selasetrinu, Hvammstanga, föstudaginn 20. maí kl. 16.
Sýningin fjallar um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostungum og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða.
Opið hús verður frá kl. 15–17 og boðið upp á léttar veitingar.

Sýning ROSTUNGURINN –The Walrus stendur yfir fram á vor 2024.

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands