Stuðningsaðilar

Helstu stuðningsaðilar

Sveitarfélagið Húnaþing vestra styður við rekstur Selasetur Íslands með árlegum fjárstuðningi til upplýsingamiðstöðvarinnar. Án þess stuðnings er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þvi að hafa upplýsingamiðstöðina opna allt árið.
– Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styður við rekstur Selasetur Íslands, með fjárstuðningi úr Sóknaráætlun landshlutana. Nú síðast fyrir starfsárið 2022.
– Í gegnun Sóknaráætlun landshlutana fékkst menningarstyrkur fyrir verkefni á Selasafninu árið 2020, ásamt styrk frá Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur Húnavatnssýslu. Verkefninu er lokið.
– Í gegnum Sóknaráætlun landshlutana fékkst Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkur árið 2020 fyrir markaðsstarf Seal Travel, verkefninu er lokið..
Hafið er samstarfsverkefni með aðilum frá Grikklandi, Spáni og Rúmeníu, sem mun hefjast á Íslandi í apríl 2022 og mun verkefnið standa í 20 mánuði.
Matvælaráðuneytið – Styður við rannsóknir á selum með árlegum fjárframlögum í skilgreind verkefni sem unnið er í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.. Ráðuneytið byggir á grunni þeirra málefna sem heyrðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á sínum tíma.

Mennta- og barnamálaráðuneytið. – Styður við náttúru- og ferðamálarannsóknir með árlegum fjárlögum í skilgreint sameiginlegt verkefni í samvinnu við Hólaskóla.