Rannsóknir – sagan

Tímabilið 1982 til 2008

Tímabilið 1982-2008 stóð Hringormanefnd straum að talningum á útselskópum að hausti nokkuð reglulega á 3 til 5 ára fresti. Árin 2003 og 2004 lagði Hafrannsóknastofnun einnig til fé og aðstoðarmann árið 2004.

Erlingur Hauksson er frumkvöðull að rannsóknum sela og kom hann síðar til starfa fyrir Selasetrið.

Skráning selalátra og örnefna

Selasetur Íslands stóð fyrir skráningu á sellátrum við Ísland, árin 2009 til 2011. Markmið verkefnisins var að fá hugmynd um fjölda látra við Ísland og fjölda þeirra sela sem þar dvelja. Öllum sveitastjórum og sveitastjórnarskrifstofum á landinu, var sent bréf og spuningalisti.

Alls voru skráð 272 látur, 200 landselslátur, 53 útselslátur og 19 blönduð. Flest er látrin með færri en 10 selum alls 148. Smæstu látrin eru í skerjum, en stærstu landsels og útselslátrin eru á sandi í ósum og á klettafjörum.

Verkefnið var tvíþætt, það síðara var skráning örnefna tengdum selum á Íslandi. Hluti verkefnisins var að skrá niður örnefni tengdum selum af Íslandskortum í nákvæmum mælikvarða. Örnefnin voru svo merkt inn á sérstakt lag í stafrænum kortagrunni og nýtt við rannsóknir og sýningar í Selasetri Íslands.

Ummerki eftir sel á veiddum laxfiskum í völdum laxveiðiám í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu

Þetta verkefni var unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar og Selaseturs Íslands. Skýrslan var gefin út í febrúar 2014.

Leitað var eftir ummerkjum eftir landsel á veiddum löxum, bleikjum og urriðum, og var kannað í Vatnsdalsá og Laxá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, ásamt Víðidalsá, Gljúfurá og Miðfjarðará í Húnaþingi vestra árin 2009 og 2010. Rannsókninni var ætlað að gefa vísbendingu um óbein áhrif sela á laxfiska og laxaveiði manna í ám.

Niðurstöður benda til að selbit og önnur ummerki á veiddum fiskum séu fátíð. Samtals fyrir bæði árin voru skráð ummerki eftir sel á 78 laxfiskum sem samsvarar 0,61% af veiddum fiskum á tímabilinu sem rannsóknin stóð yfir.

Útselskópatalning úr lofti og á landi haustið 2012

Verkefnasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis veitti styrk til talningarinnar 2008 og 2012

Meginmarkmiðið með verkefninu var að framkvæma talningu á fjölda kópa í útselslátrum við strönd Íslands haustið 2012. Talningarnar gáfu upplýsingar um vöxt og viðgang útselsstofnsins og eru samanburðarhæfar við talningu sem fram fór haustið 2008/9.

Talning hófst 17. september og lauk 29. nóvember. Ekki tókst að fara fjórum sinnum á öll strandsvæðin, vegna veðurs, en á öll helstu útselssvæði var farið þrisvar.

Rannsóknarvinna Selaseturs Íslands árið 2013

Verkefni samkvæmt samningi um styrk við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis

 • Stofnstærðarmat á landsel með flugtalningum
 • Rannsókn á áhrif landssels á laxfiska Úrvinnsla gagna og unnið að frekari greiningum
 • Rannsókn á áhrif ferðamanna á landsselsstofninn
 • Samstaf á sviði rannsókna og náttúruferðaþjónustu við Húsavík
 • Skráning upplýsingar um selveiðar við Ísland
 • Skráning á gögnum um útbreiðslu landsels*
 • Rannsókn á útbreiðslu landsels og kæpingu landssels á Vatnsnesi
 • Endurskoðun laga og reglna um selveiðar Verkefnisvinna
 • Selatalningin mikla 2013
 • Þátttaka í fundum NAMMCO 2013
 • Stofnstærðarmat á útsel, rannsókn fór fram í október og nóvember
 • Rannsókn á fæðu sela
 • Tilraunir með selafælur
 • Þroskun útselskópa, unnið samhliða stofnstærðarmati á útsel
 • Skráning selatengdra örnefna