Hegðunarviðmið í selaskoðun

Sumarið er komið og núna fer að aukast fjöldi heimsókna á svæðinu og á selaskoðunarstaðir landsins. Við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla sem minnst. Þá er gott að hafa eftirfylgjandi í huga:

Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir.

Verndum selina frá truflun á meðan við erum í selaskoðun:

  • Virðum fjarlægðatakmarkanir við selina (100m) og snertum aldrei seli
  • Hreyfum okkur varlega, höfum ekki hátt og köstum aldrei hluti í kringum selina
  • Við færum okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun – aukna árverkni (lyfta hausnum eða flýja).
  • Nálgumst aldrei kópa sem virðast einir, því urtan er yfirleitt nálægt þó við sjáum hana ekki.
  • Selirnir hræðast dróna – vinsamlegast notið þá ekki.

Selatalningin mikla 2021

Selatalningin mikla 2021

Sunnudaginn 25. júlí kl. 13.00 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Eftir talninguna verða kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2015. https://Selatalningin_mikla

Nýr bókarkafli hjá ferðamáladeild

Jessica Aquino lektor og Georgette Leah Burns fyrrum deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum hafa fengið birtan bókarkafla sem ber heitið „Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community“. Þar fjalla þær um það með hvaða hætti áfangastaðir ferðamanna þar sem sköpun er í fyrirrúmi geta bætt búsetuskilyrði og efnahag á dreifbýlum svæðum. Húnaþing vestra og hugmyndafræðin á bak við Selasetur Íslands er notuð sem raundæmi í rannsókninni. Horft er til þess hvernig uppbygging á skapandi ferðaþjónustu hefur verið notuð til að efla seiglu í hinu fámenna samfélagi í Húnaþingi vestra. Einnig er rýnt í það hvernig seigla samfélaga getur þróast í gegnum stuðning við sjálfbæra þróun menningar.

Sjá nánar:

Aquino, J. F., & Burns, G. L. (2021). Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community. In Creative Tourism in Smaller Communities: Place, Culture, and Local Representation. Calgary: University of Calgary Press. Retrieved from http://hdl.handle.net/1880/113280

Sumarstarf við Selarannsóknir

Seal

Ert þú nemi í líffræði eða sambærilegu námi í náttúrufræði og hefur áhuga á selarannsóknum?

Hafrannasóknastofnun í samstarfi við Selarannsóknardeild Selasetursins er að leita að sumarstarfsmanni til að aðstoða okkur við selarannsóknir í sumar við starfstöðina á Hvammstanga.

Starfið felst í að rannsaka og greina atferli og útbreiðslu landsela í mikilvægum látrum á Norðurlandi vestra. Starfsmaðurinn mun taka þátt í vettvangsvinnu (talningar og atferlismælingar) ásamt úrvinnslu gagna undir leiðbeiningum frá sérfræðingi stofnunarinnar. Markmið verkefnis er að auka þekkingu á atferli sela í látrum, ásamt því að skoða hvaða þættir hafa áhrif þar á, svo sem viðvera ferðamanna, veðurþættir og fleira. Þekkingin nýtist m.a. við þróun stofnmatslíkans og við stjórnun selstofna. Verkefnisstjóri verkefnis er Dr. Sandra M. Granquist, sem veitir auka upplýsingar ef spurningar vakna (sandra @hafro.is).

Starfstímabil er 1. júní- 15. ágúst og umsóknarfresturinn rennur út 22. maí. Umsókn í heildsinni, ásamt leiðbeiningum við umsókn má sjá hér:

https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=5345

Aðalfundur 2021

Selasafnið

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn á Hótel Laugarbakka, laugardaginn 26. júní 2021, kl. 13.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Við vonumst til að sjá sem flesta hluthafa.