Þúsund sela í útrýmingarhættu drukkna árlega í netum ­veiði­manna

Landselurinn er algengasta selategundin við Ísland og er talsvert af honum Norð-vestanlands. Landselurinn er grár eða brún- eða gulgrá á lit og er stofnstærðin metinn um 9.400 dýr við Íslandsstrendur.

Á vef Fréttablaðsins er greint frá niðurstöðum vísindamanna, en þar koma fram áhyggjur þeirra að mikill fjöldi sela er sagður villast í net veiðimanna hér við land á hverju ári og drukkna þar:

„Selirnir sem veiðast sem meðafli í netin eru almennt ekki nýttir og detta yfirleitt úr netunum áður en þeir eru dregnir um borð,“ segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknarsviðs hjá Selasetrinu.

Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega á selum, þar sem stofnarnir eru litlir hjá okkur vegna ofveiði á árum áður,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Frétt úr Fréttablaðinu, 13. apríl 2021:
https://www.frettabladid.is/frettir/selir-drukkna-i-storum-stil-i-netum-grasleppuveidimanna/

Takk fyrir þátttökuna!

Við hjá Selasetrinu erum full þakklætis fyrir mjög góða þátttöku í hugmyndasamkeppni okkar sem fór af stað þann 16. febrúar. Fjöldi tillagna fór fram úr okkar björtustu vonum en alls bárust okkur 140 tillögur í gegnum FB, heimasíðuna og með tölvupósti.
Nafn á þennan ferðamanna hringveg verður kynnt 10. mars.

Sala á afþreyingu í gegnum SealTravel.is

Ferðasumarið nálgast hratt og ferðamenn eru byrjaðir að skipuleggja sumarið. SealTravel.is tekur þessa dagana á móti skráningum hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem vilja selja afþreyingu eða þjónustu í gegnum ferðaskrifstofuna.

Hér eru okkar helstu flokkar:
• Innsýn í söguna
• Leiðsögn
• Hestasýningar og reiðreynsla, ljúffengur matur
• Hestasýningar í dreifbýli
• Höfnin á Hvammstanga
• Eitthvað til að taka með heim

Ef þið viljið skrá ykkar afþreyingu, þá hikið ekki við að hafa samband í síma 451 2345 eða senda tölvupóst á info@sealtravel.is.

Hugmyndasamkeppni um nafn á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið hefur sett á stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur.

Leitað er að nafni sem er lýsandi fyrir þessa sex áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Hægt er að taka þátt með að svara þessari könnun eða senda tillögu að nafni á netfangið selasetur@selasetur.is, fyrir 5. mars 2021. Nafn á hringveginn verður kynnt 10. mars næst komandi.

Skrá tillögu að nafni (Start Survey)

Takk fyrir þátttökuna og ef einhverjar spurninga vakna þá vinsamlegast hafið í gegnum tölvupóstinn selasetur@selasetur.is.

Selasetrið opnar í maí

Sumaropnunartíminn 2021 verður alla daga frá 15. maí 2021 til og með 15. september, frá kl. 10:00 til 17:00. Fram til 14. maí, þá verður opið eftir samkomulagi.

Nýr Framkvæmdastjóri

Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri við Selasetur Íslands frá 1. janúar 2021
Páll Línberg Sigurðsson

Páll Línberg Sigurðsson verðandi framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, Guðmundur Jóhannesson
stjórnarformaður Selaseturs Íslands.
Við undirskrift ráðngar Páls Línbergs Sigurðssonrs.

Auka Aðalfundur

Boðað er til auka aðalfundar föstudaginn 9. Október 2020, kl 17:00 í Selasetri Íslands

  1. Staðfesting á skipan stjórnar.
  2. Önnur mál.

Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður

Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands

Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.

Í starfinu felst:

  • Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
  • Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins
  • Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • Móttaka gesta og miðlun þekkingar
  • Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins

Við leitum að einstaklingi með:

  • Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg
  • Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
  • Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is  

Auka Aðalfundur

Boðað er til auka aðalfundar fimmtudaginn 24. september 2020
kl 18.00 í Dæli Víðidal.

1. Staðfesting á skipan stjórnar
2. Önnur mál

Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður

Hádegisfyrirlestrar á Selasetri Íslands!


Næstkomandi fimmtudag, 25. júní verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarsal Selasetursins og hefjast þeir kl.12:00. Annars vega mun Cécile Chauvat, sem nýverið útskrifaðist með meistaragráðu í strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða, kynna niðurstöður úr meistaraverkefni sínu. Cécile vann verkefnið sitt á Selasetri Íslands í samstarfi við Háskólanum á Hólum og Hafrannsóknastofnun. Leiðbeinendur hennar voru dr. Jessica F. Aquino og dr. Sandra M. Granquist. Einnig mun Polina Moroz, meistaranemi frá Háskóla Íslands, kynna rannsóknaáætlun sína. Hún er að rannsaka landseli og notast hún við staðbundnar sjálfvirkar myndavélar á mikilvægum landselslátrum. Rannsóknin er unnin á Selasetri Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og leiðbeinendur hennar eru dr. Sandra M. Granquist og dr. Marianne Rasmussen.
Minnum á að íbúar Húnaþings vestra fá frían aðgnang að sýningu Selasetursins, ásamt fyrirlestrunum.