Ný grein birt

Grein með titil Gender difference in biospheric values and opinions on nature management actions: The case of seal watching in Iceland var birt í ritrýnd tímaritið Ocean & Coastal Management. Greinin er aðgengileg hér. Höfundarnir eru Cécile M. Chauvat, sem vinnur hjá Selaseturið Íslands og Náttúrustofa Norðvesturlands, Dr. Sandra M. Granquist frá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóri selarannsóknasviðs hjá Selasetur Íslands, og Dr. Jessica Aquino, Assistant Professor, ferðamáladeild hjá Háskólanum á Hólum.

Abstract
Gender differences in biospheric value orientation and opinions on wildlife management have the potential to be used as a management tool in wildlife watching settings. This research note builds on a dataset from Chauvat et al. (2021) to investigate gender differences in biospheric value orientation and opinions on seal watching management of visitors at seal watching sites post hoc. Questionnaires (n = 597) were collected at three sites in Northwest Iceland. It was found that when genders were compared, women had stronger biospheric value orientations, were more aware of potential anthropogenic impacts on seals, believed to a higher extent that regulations were useful in terms of decreasing impact, and were more positive towards most management actions suggested in the questionnaire. It is argued that further understanding of the gender dynamics regarding pro-environmental attitudes may be a valuable element in the context of sustainable wildlife tourism management.

Tilkynning frá Selasetri Íslands – ráðning framkvæmdastjóra

Selasetur Íslands hefur ráðið Örvar Birkir Eiríksson sem framkvæmdastjóra frá og með áramótum. Jafnframt hefur Páll L. Sigurðsson látið af störfum frá og með sama tíma.

Gunnlaugur Ragnarsson stjórnarformaður og Örvar Birkir Eiríksson nýr framkvæmdastjóri Selaseturs

Örvar er fæddur árið 1976 og uppalinn á Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann hefur verið tíður gestur á heimaslóðum í gegnum tíðina þar sem foreldrar hans búa enn. Örvar hefur því mikla og sterka tengingu við samfélagið í Húnaþingi vestra.

Örvar er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og stundað auk þess MA nám í sama fagi og diplómanám í markaðs- og útflutningsfræðum. Nú síðast lauk hann M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgreina frá Háskóla Íslands. Örvar er kvæntur Erlu Björgvinsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau samtals fimm börn.

Örvar starfaði m.a.  um 7 ára skeið í Viðey við menningartengda ferðaþjónustu og í 9 ár sem verslunarstjóri í alþjóðlegri verslunarkeðju. Síðustu ár hefur hann starfað sem kennari.

Stjórn Selaseturs Íslands býður Örvar velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins við hann. Jafnframt þakkar stjórnin Páli L. Sigurðssyni kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Lyklaafhending – Páll og Örvar

f.h. stjórnar Selaseturs Íslands ehf.
Gunnlaugur Ragnarsson
Stjórnarformaður

Jólakveðja

Selasetur Íslands óskar landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Framkvæmdastjóri – Selasetur Íslands

Laus er staða framkvæmdastjóra við Selasetur Íslands á Hvammstanga.

Selasetur Íslands var stofnað 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á og standa fyrir margvíslegar rannsóknir, fræðslu og upplýsingamiðlun við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag við Húnaflóann.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnun og stefnumótun fyrir Selasetur Íslands
 • Öflun rannsóknarstyrkja innanlands og utan
 • Rekstrar- og fjármálastjórnunarsetursins
 • Uppbygging náttúru- og menningartengdra ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
 • Móttaka gesta og miðlun þekkingar
 • Umsjón með rekstri upplýsingaþjónustu ferðamanna

Menntun og Reynsla:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, td viðskiptafræði, ferðamálafræði, stjórnmálafræði eða náttúruvísindum
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Reynsla af styrkumsóknum og utanumhaldi um styrki
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og samskiptahæfni
 • Góð tungumálakunnátta er æskileg

Stefnt er að því að nýr framkvæmdastjóri hefji störf um áramótin. Umsóknarfrestur til og með 7. desember 2022 . 

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Selasetur Íslands endurnýjar samkomulagið við Hafrannsóknarstofnun

Selasetur Íslands og Hafrannsóknarstofnun endurnýjuðu samstarfssamning sinn í lok október 2022. Samkomulagið kveður á um eflingu á rannsóknum á selum við Ísland á starfsstöðinni á Hvammstanga. Þá sérstaklega vöktun á stofnstærð útsels og landsels. Auk þess að sinna gagnasöfnun og rannsóknum sem stuðla að bættri ráðgjöf í samræmi við stjórnunarmarkmiða stjórnvalda.

Aðilar eru sammála um að leita leiða til að fjölga starfsmönnum þannig að styrkja megi rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands og starfsstöð Hafrannsóknarstofnunar á Hvammstanga.

Samkomulagið er ótímabundið og lítur Selasetur Íslands björtum augum til framtíðar.

Illugastaðir er frægur selaskoðunarstaður á Vatnsnesi og Selasetrið stundar rannsóknir þar