Selatalningin mikla helgina 27. – 28. júlí

Nánari upplýsingar

Helgina 27.-28. júlí verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Strandlengjunni er skipt í mörg svæði þannig að allir ættu að geta fundið sér vegalengd sem hentar. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á selasetur@selasetur.is fyrir kl. 18:00 föstudaginn 26. júlí.

Dagskrá:

Laugardaginn 27. júlí kl. 17:00-18:00 er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.

Sunnudaginn 28. júlí kl. 08:00-12:00 fer sjálf selatalningin fram því það er háfjara um kl. 10:00. Talningargögnum er skilað á Selasetrið þegar talningu er lokið. Kaffiveitingar og smá glaðingur að lokinni talningu.

Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi

Það er mikilvægt að telja einungis seli sem eru á þínu svæði svo að hver selur sé aðeins talinn einu sinni.

Þú skráir niður alla seli sem þú sérð, hvort sem það er á landi, skeri eða í sjó, auk tímasetningar. Ef hægt er að greina á milli Landssels og Útsels, þá vinsamlegast skráið það líka.

Það er mikilvægt að muna að ekki allir sjá seli en það eru jafn mikilvægar upplýsingar.

Vinsamlega gangið hljóðlega um því hávaði getur fælt selina áður en þú getur talið þá. Vinsamlegast takið ekki með hund af sömu ástæðu.

Vinsamlegast gangið vel um svæðin, gangið ekki yfir ræktuð svæði, virðið girðingar/hlið, ónáðið ekki dýrin og leggið bílum á öruggum stöðum.

Það er gott að hafa sjónauka með í för en það er ekki nauðsynlegt til þátttöku. Selasetrið á nokkra sjónauka og það er möguleiki að fá lánaðan sjónauka meðan birgðir endast.

——-

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum Setursins.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2021 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla

Þriðja málþing Selasetursins

Þann 17. maí heldur Selasetur Ísland sitt þriðja málþing í húsnæði sínu að Strandgötu 1. Margir áhugaverðir fyrirlestrar um hin ýmsu viðfangsefni.

Málþingið fer fram á ensku. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Nýr starfsnemi

Please welcome Colin, who is currently doing an internship at the Icelandic Seal Center in collaboration with the Marine and Freshwater Research Institute and is supervised by Dr. Sandra Granquist. Colin is a third-year undergraduate student in environmental science and terrestrial resource management at the University of Washington, Seattle. He is interested in climate modeling and researching the impact of climate change on marine ecosystems. Throughout his internship at the Icelandic Seal Center, Colin will analyze the potential changes in habour seal haul-out patterns and site conditions under climate change projections (CMIP6 projections), as well as regularly assist in fieldwork and seal surveys. His aim of the research study is to guide conservation actions to ensure sustainable management of harbour seal populations in Iceland amid the ever-changing climate.

Varptímabilið hafið á Illugastöðum

Nú er varptímabilið hafið hjá æðarfuglinum og eru Illugastaðir því lokaðir frá og með 6. maí til 20. júní. Vinsamlegast berum virðingu fyrir náttúrunni og virðum þessa lokun.

Áfram er hægt að skoða seli við Hvítserk sem er eitt stærsta sellátur landsins. Einnig má benda á að þeir sjást oft í fjörunni frá Vatnsnesveginum og þá er gott að hafa kíki með í för.