Rostungasýning

Þann 20. maí 2022 var opnuð ný sýning um rostunga á Selasetrinu í eigu Náttúruminjasafnsins. Þetta er fyrsta stóra sérsýningin sem Selasetrið hefur opnað í langan tíma.

Tugir slíkra dýra hafa sést undan ströndum landsins undanfarna áratugi; flækingar sem vekja alltaf mikla athygli.

Nýleg rannsókn, sem Náttúruminjasafn Íslands átti frumkvæði að og vann með fleiri vísindastofnunum, varpar alveg nýju ljósi á tilvist rostunga til forna við Ísland. Rannsóknin staðfestir að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn í árþúsundir sem varð útdauður á tímabilinu 800–1200 e.Kr.

Á sýningunni er þessum merkilegu niðurstöðum gerð skil og fléttað saman við umfjöllun um líffræði rostunga almennt og útbreiðslu í dag, sem og við nytjar af rostungum til forna og hugsanlegum þætti þeirra í landnáminu.

Þessi sérsýning á rostungum er í eigu Náttúruminjasafns Íslands.