Á selaslóðum

Á samfélagsmiðlinum Facebook er umræðuhópur um málefni sveitarfélagins Húnaþingi vestra með um þúsund meðlimi í. Þessi hópur kaus um nýtt nafn á þennan nýja ferðamannahringveg. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi af þeim sem tóku afstöðu. Niðurstaðan er “Á selaslóðum” og “The seal circle” á ensku.

Á selaslóðum er því nýr ferðamannahringvegur með fræga og áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur með sína nálægð við selaskoðunarstað við Ósar, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Selasetur Íslands vill þakka öllum þeim sem tóku þátt hugmyndasamkeppninni og sendu inn tillögur sem og þeim sem tóku þátt í að kjósa um nafnið á samfélagsmiðlinum. Takk öll.