Alþjóðlegi seladagurinn er í dag

Í dag er alþjóðlegi seladagurinn. Hann var fyrst haldinn 22. mars 1982 til að vekja athygli á stöðu selsins en á þeim tíma fór selum fækkandi vegna ofveiði. Taldi Bandaríkjaþing ástæðu til að grípa inn í með að gefa selnum þennan dag. Var í kjölfarið gripið til ýmissa aðgerða til að vekja athygli á mikilvægi þess að standa vörð um selinn og forða honum frá útrýmingu.

Beinar selveiðar voru bannaðar við Ísland árið 2019 en selurinn er langlífur og íslenski selastofninn sér því hægt. Íslenski landselurinn er skilgreindur í útrýmingarhættu og íslenski útselsstofninn er skilgreindur í nokkurri hættu. Það er því mikilvægt að sofna ekki á verðinu og passa að selastofninn við Ísland nái þeim lágmarksfjölda sem stefnt er að.