Fyrirlestraröð á Selasetrinu

Tilgangur og markmið

Selasetur Íslands kynnir opna fyrirlestraröð á Selasetrinu. Í þessari fyrirlestraröð, sem er partur af markmiði Selasetursins er snýr að rannsóknum og fræðslu, er einblínt á símenntun og mikilvægi hennar þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsþróun.

Þessi opna fyrirlestrarröð er svar Selaseturs Íslands við ákalli Sameinuðu þjóðanna síðan 2016 um að tryggja nám án aðgreiningar og að efla tækifæri til símenntunar fyrir alla. Tilgangur fyrirlestraraðarinnar er að varpa ljósi á staðbundna vinnu á Norðurlandi og mun innihalda kynningar frá vísindamönnum, kennurum og listamönnum, með náttúruna að leiðarljósi.

Fyrirlestrarnir verða haldnir þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og hófust 2019 á fyrirlestri Einars Þorleifssonar, náttúrufræðing, sem nýverið hóf störf hjá Selasetri Íslands til að sinna rannsóknum á fuglum á Norðurlandi.

Ef þú hefur áhuga á vera með kynningu/fyrirlestur á Selasetrinu, vinsamlega sendu starfsheiti, ágrip (100-200 orð) og ljósmynd á netfangið Jessica(hjá)holar.is og erindið verður tekið til greina fyrir fyrirlestra sem haldnir verða 2020-2021.

Dagskrá 2021 – eftir Covid-19

Haustið 2021

Dr. Jessica F. Aquino, Lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og deildarstjóri Ferðamálarannsóknarsviðs hjá Selasetri Íslands.

Haustið 2021

Eric dos Santos, Rannsóknamaður, Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands