Hegðunarviðmið í selaskoðun

Sumarið er komið og núna fer að aukast fjöldi heimsókna á svæðinu og á selaskoðunarstaðir landsins. Við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla sem minnst. Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir.

Verndum selina frá truflun á meðan við erum í selaskoðun:

  • Virðum fjarlægðatakmarkanir við selina (100 metra) og snertum aldrei seli
  • Hreyfum okkur varlega, höfum ekki hátt og köstum aldrei hluti í kringum selina
  • Við færum okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun – aukna árverkni (lyfta hausnum eða flýja).
  • Nálgumst aldrei kópa sem virðast einir, því urtan er yfirleitt nálægt þó við sjáum hana ekki.
  • Selirnir hræðast dróna – vinsamlegast notið þá ekki.