Aðalfundur 2013

Aðalfundur Selaseturs Íslands, haldinn í Dæli 6.júní 2013-06-06 kl 20.00

Formaður setti fund:

Stakk upp á Skúla Þórðarsyni sem fundarstjóra, samþykkt samhlj.

Sigrúnu Valdimarsdóttur sem ritara. Samþ. Samhljóða.

Ársæll fól Skúla Þórðarsyni stjórn fundarins.

 

 1. 1.    Skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 formaður flutti, 9 stjórnarfundir voru á árinu. Fór hann síðan yfir fundargerðir og hvað var á döfinni.

 

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2012

Árið hefur gengið mjög vel og mikill uppgangur er hjá Selasetri Ísland

Meginhlutverk Selaseturs Íslands er að standa fyrir rannsóknum á Selum, nátturutengdri ferðaþjónustu, fræðslu um líffræði sela, og sinna upplýsingagjöf um ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.

 

Haldnir voru 10 fundir á árinu 2012, 9 stjórnarfundir auk aðalfundar.

Farið yfir það helsta á fundunum 10

1. fundur í jan.

Framkvæmdastjóri fór yfir gang verkefna og annara mála hjá Selasetrinu, stofnaður hefur verið stýrihópur til að koma að kynningum og markaðsmálum í sveitarfélaginu undir forystu framkvædastjóra Selasetursins.

Ákveðið að ráða Erling Hauksson til selarannsókna frá 1.apríl.

Rætt um samvinnu og samstarf við Hvalasafnið á Húsavík.

2. fundur í apríl

Rætt um væntanlegan aðalfund, ráðningu starfsmsmanna á safnið í sumar o.fl.

Talað um að blása lífi í Wild North verkefnið, en það hefur dottið niður eftir að Hrafnhildur hætti sem framkvæmdastjóri, fundur verður í Skotlandi 29. apríl til 3. maí og er ætlaður m.a. til að loka 1. áfanga verkefnisins, Vignir og Pétur Jóns munu fara á fundinn. Vignir lagði fram 26 blaðsíðna áætlun um framtíð Wild North.

Fjallað um selaskoðunarstaði  og mikilvægt er að hafa gott samband við landeigendur.

Pétur Jónsson mun sjá um sum verkefni stýrihópsins.

Rætt um samstarf við Hólaskóla og gerður verði samningur til 3ja ára um starfsmann sem er professor í ferðamálafræði með aðsetur á Hvammstanga, auglýst verði eftir starfsmanni.

Rætt um sýningu Selasetursins gera þarf ýmsar lagfæringar og sýningin þarf að vera meira lifandi. Rætt um auglýsingar, markaðsmál, fjáraflanir og styrki.

3. fundur maí

Rætt um ýmsar hugmyndir um breytingar á safninu bæði innandyra sem utan, hafa allar upplýsingar einnig á ensku og þýsku, færa leikbátinn af lóð Brekkugötu inn í safnið, merkja upplýsingamiðstöð, færa fánastengur o.fl.

4. fundur aðalfundur haldinn í maí

Ársæll stjórnaði fundi, Sigrún ritaði fundargerð, Guðmundur fór með skýrslu stjórnar, Vignir fór yfir reikninga félagsins og reikningar samþykktir.

Stjórnin var endurkosin og einnig endurskoðandi.

Samþykkt að stjórnin verði launalaus eins og verið hefur frá upphafi.

Selasetrið er að verða öflugt félag, um 7 starfsmenn verða í sumar, hugmynd kom um að opna hið nýja safn Selasetursins um Unglistahelgina.

5. fundur í maí

Stjórnin skipti með sér verkum. Ársæll formaður, Guðmundur varaformaður, Sigrún Ritari, Kristín og Jóhannes meðstjórnendur, Katharina og Helena varamenn.

6. fundur í júlí

Farið yfir stöðu mála, staða Selasetursins er ágæt, mikil aukning í aðsókn og fjölgun ferðamanna.

Búið er að senda greinagerð um starf sérfræðings í selarannsoknum hjá selasetrinu til Hafrannsóknarstofnunar.

Unnið að stefnumótun, hugmyndin er að skipta starfseminni í 3 deildir.

Sandra er yfirmaður líffræðirannsóknarsviðs og Erlingur sérfræðingur í selarannsóknum og verkefnastóri í ákveðin verkefni.

Rætt um seladráp sem veiðifélög standa fyrir, Selur er skotinn í stórum stíl, finna þarf leið með þeim sem fá seli í net sem meðafla og forsvarsmönnum veiðifélaga í laxveiðiám svo fá megi tölur um veidda eða skotna seli.

7. fundur í október

Samstarfið gengur vel við Hólaskóla, Veiðimálastofnun og Ferðamálafélagið.

Rætt um styrki og umsóknir

Sandra er ennþá í námi sem lýkur 2014, hún kemur af og til Íslands annars sinnir hún deildarstjórastarfi líffræðirannsóknardeildar frá Svíðjóð.

Hugmynd að verkun beinagrinda Sela og Hnýsu er í vinnslu.

Fjallað um ýmsar hugmyndir til að laða að ferðamenn í safn setursins, einnig að efla upplýsingamiðstöðina þar sem eru leiðbeiningar og kynning á ferðaþjónustu á svæðinu.

Ákveðið að framlengja samning við Vinnumálastofnun vegna vinnu Mitch.

Hafinn er undirbúningur að koma upp steyptum staurum kringum planið framan við safnið.

8. fundur í des.

Rætt um sameiginlegan starfsmann með Hólaskóla, kominn er áhugaverður kandidat um starfið og er það í vinnslu.

Farið yfir tilurð stýrihóps um feraþjónustu í Húnaþingi vestra, styrkumsóknir og það starf sem þar hefur verið unnið.

Rætt um samstarf við Veiðimálastofnun, rætt um styrkveitingu um þróun á Selafælu og samstarfsaðila að því verki, og fleira tengt Selum.

Rætt um safnið og upplýsingamiðstöðina, stækkun á anddyri og fleira.

9. fundur í des.

Farið yfir breytingar á húsnæðinu og hugmyndir um að gera sýninguna athyglisverðari og meira spennandi fyrir gesti og að upplýsingamiðstöðin væri meira uppfræðandi fyrir ferðamenn um hvað væri í boði í héraði.

10. fundur í des.

Rætt um samstarfið við Veiðimálastofnun og sameiginlegan starfsmann okkar.

Tilvitnun í fundargerðir lokið.

 

Rekstrarárið kom nokkuð vel út þrátt fyrir mikil umsvif eins og sjá má í fundargerðum. Nokkurt tap varð á rekstrininum eða um 650 þúsund krónur, engin ný lán hafa verið tekin og skuldir félagsins hafa lækkað um 2 milljónir.

Stjórn Selasetursins þakkar framkvæmdastjóra og starfsmönnum Selasetursins fyrir frábær störf á liðnu ári.

Fyrir hönd stjórnar Ársæll formaður.

 

 

 

 1. Framkvæmdastjóri fór yfir reikninga, styrkir árið 2012 voru um 21milj.  Aukning varð á tekjum Selasetursins. Vörusala 1.7 milj. Umboðssala um 3 miljónir .Alls tekjur 11 miljónir .Rekstrargjöld voru um 33 miljónir árið 2012 tap tæpar 700þúsund. Afkoma ársins rúmar 2 milj í mínus. Langtímaskuldir rúmar 16 miljónir. Laun og launatengd gjöld 18milj.

Selasetur Íslands á Hvammstanga

 

Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Selasetrið stundar margvíslegar rannsóknir, ásamt því að reka fræðslumiðstöð fyrir almenning og ferðamenn um líffræði og hegðun sela við Ísland. Selasetrið safnar sama heimildum um selveiðar, vinnslu selaafurða og hlunnindabúskap.  Selasetrið stuðlar að uppbyggingu sjálfbærra náttúrutengdra ferðaþjónustu og stendur fyrir rannsóknum á því sviði. Selasetrið er í margvíslegu samstarfi við vísindastofnanir og einstaklinga á sínu sviði bæði innanlands og erlendis. Aðal samstarfsaðilar í dag eru Veiðimálastofnun, Háskólinn að Hólum, BioPol og Hafrannsóknarstofnun. Eining er Selasetrið í samstarfi við erlendar stofnanir og háskóla eins og Stokkhólmsháskóla.

Með samning við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sem gerður var þann 27. ágúst 2010 var ákveðið að rannsóknir á sel við Ísland verða framvegis undir umsjón Selaseturs Íslands og unnar í samstarfi við Veiðimálastofnun og Hafrannsóknarstofnun auk þess sem samvinna og samráð verði haft við aðrar rannsóknastofnanir, Bænda­samtök Íslands, veiðifélög og Félag selabænda eftir því sem tilefni er til. Í samningnum felst meðal annars að Selasetrið ber ábyrgð á og stendur að árlegu stofnstærðarmati selastofnanna við Ísland, auk þess að halda utanum upplýsingar varðandi veiðar á selum við Ísland.

Meginrannsóknir Selasetursins eru á selastofnum við Ísland. Meðal annars snúa rannsóknirnar að vöktun á stofnstærð útsels- og landsels við Ísland og ferðum annarra selastofna til Íslands og íslenskra stofna til nágrannalandanna. Sérfræðingar Selasetursins á sviði líffræðirannsókna eru Sandra Granquist dýraatferlisfræðingur og doktorsnemi , Leah Burnd dr í ferðamálafræðum og Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur og selasérfræðingur.

 

 

 

Helstu rannsóknir sem Selasetrið vinnur að eru eftirfarandi

 

 • Talning á landselum og Útselum við Ísland

Selasetrið standur fyrir umfangsmiklum talningum á landsel og Útsel við Ísland

stofnstærðarupplýsingar eru mikilvægar vegna margvíslegra rannsókna á náttúru landsins. Talningarnar eru einnig hluti af vöktun NAMMCO (Norður – Atlantshafs sjávarspendýra­ráðið) á stofnstærðum sela við Norður-Atlandshafið.

 

 • Áhrif landsels á laxfiska

Verkefnið fór af stað árið 2009. Markmið rannsóknanna er að áætla áhrif sela sem dvelja á ósasvæðum á laxfiskstofna og laxveiði í ám.

 

 • Áhrif ferðamanna á landselsstofninn

Frá árinu 2008 hefur Selasetrið unnið að því að kanna áhrif aukningar ferðamanna á landselsstofninn á ákveðnum selaskoðunarstöðum með margvíslegum hætti.

 

Rannsóknin er hluti af alþjóðlega verkefninu The wild north (Hið villta norður). Verkefnið The wild north fór af stað á Selasetri Íslands árið 2008 og hefur síðan þá þróast áfram og er núna alþjóðlegt verkefni með þátttakendum frá Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, auk ráðgjafa frá Skotlandi og Kanada. Meginmarkmið TWN verkefnisins er að vinna að sjálfbærri þróun á náttúrtengdri ferðaþjónustu á norðurslóðum og stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustunnar með sem minnstum neikvæðum áhrifum á vilt dýr og náttúru hvers svæðis. Mótaðar hafa verið umgengisreglur fyrir ferðamenn, sem einnig er hægt að nýta á öðrum stöðum. Unnið er að öðrum hluta verkefnisins

 

Starfsmenn Selasetursins birtu nýlega vísindagrein um verkefnið í vísindariti New Issues in Polar Tourism.

 

 • Rannsókn um útbreiðslu og kæpingar landsela á Vatnsnesi

 

 • Selatalningin mikla er árlegt selatalningarverkefni sem framkvæmt er við Vatnsnes og  Heggsstaðanes í Húnaþingi vestra einu sinni á ári.

 

 • Skráning upplýsingar um selveiðar við Ísland

 

 • Endurskoða lög og reglur um selveiðar

Það lagaumhverfi sem selveiðar eru háðar í dag er mjög óljóst og vill Selasetrið vinna að því að skýra hver staðan er og leggja fram tillögur um hvernig slíkum lögum og reglum verði best háttað. Selasetrið veitti því umsögn um Þingmál. 46 sem er um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, með síðari breytingum. Selasetrið hefur skilað inn viðarmikilli umsögn um lögin. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila, svo sem Bændasamtök Íslands, Selveiðibændur, Samtök eigenda sjávarjarða, Skotvís og Landsamband veiðifélaga og aðra sem málið varðar.

 

 • Þátttaka Íslendinga í fundum NAMMCO

Erlingur Hauksson fór fyrir hönd Selaseturs Íslands á fund NAMMCO (Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðsins) sem haldinn var í Svolvær í Lofoten í norður Noregi dagana 11-13. september 2012. Þátttaka Íslendinga í fundum NAMMCO er mikilvægur þáttur í því að tengja saman rannsóknir og upplýsingar um lífríki hafsins við norðanvert Atlantshaf. En selasetrið er nú með formlega skipaðan fulltrúa í vísindanefnd NAMMCO.

 

 

 • Samstarf um vöruþróun og markaðssetning til uppbyggingar náttúrutengdrar ferðaþjónustu á sviði sjávarspendýra (selir og hvalir)
  • starfsemi og rannsóknum gerð góð skil
  • eins markaðsmálum

 

 • kanna fæðu sela

Selasetrið og Biopol ehf á Skagaströnd eru í samstarfi um að kanna fæðu sela á norðvesturmiðum og bera saman við eldri fæðugögn frá sama svæði sem safnað var fyrir síðustu aldarmót.

 

 • Gera rannsóknum betri skil á fræðslusafni Selaseturs Íslands

Unnið er að því að gera þeim viðamiklu og fjölmörgu rannsóknum sem Selasetrið vinnur að betri skilum í fræðsluhluta sýninga safnsins. M.a. verður gerð grein fyrir skráningum á sellátrum við Ísland. Eins eru til mikið af rannsóknargögnum um hin ýmsu verkefni sem vert er að greina frá

 

 

 • Tilraunir með selafælu til verndar fisks í netum, lax í ósum og eldisfisks í kvíum.

 

 • Tilraunir með talningar úr fjarstýrðri flugvél

 

 • „Ice-volunteer“ er samstarfs og tengslanets verkefni fjögurra rannsóknasetra á Norðurlandi og Vestfjörðum sem eiga það sameiginlegt að rannsaka villt dýr í íslenskri náttúru á víðum grundvelli.

 

Einnig eru fjölmörg önnur verkefni í gangi og í burðarliðnum hjá Selasetrinu.

 

 

Bætt aðstaða og endurskipulag fræðslusafns og upplýsingamiðstöðvar

 • Skilningarvit
 • Barnahorn
 • Barnaskilti
 • Húsavík
 • ———–
 • Móttaka , stats o.fl.
 • Markaðsmál

 

Gestakomur í Maí

                   

Gestir Maí 2013

 

Peningar Maí 2013

 

Meðal eyðsla

Prósentuhlutfall

Inn á safnið

Safnið

Info

samtals

 

Safnið

Info

samtals

     

431

501

932

 

197350

387080

584430

 

627,1

46%

 

Í maí í fyrra voru gestir samtals 138……  salan inn á safnið var kr130.129.-  samanborið við 584.430.- núna ……..

 

Gríðarleg aukning í maí bæði í heimsóknum og peningum , eins hefur hlutfall gesta sem fara inn á safnið aukist en það var 27% í fyrra. Meðaleiðslan allt árið í fyrra pr. einstakling var 348kr .

 

6,7 sinnum fleiri gestir og 4,5 sinnum meiri tekjur.

 

þetta er mjög ánægjulegt. Vonandi heldur þetta svona áfram J

 

 

Lokaorð

Selasetur Íslands hefur tekið að sér mjög mikilvægt hlutverk varðandi selarannsóknir við Ísland og stefnir að auknu rannsóknarstarfi á næstu árum og miðlun upplýsinga um þennan mikilvæga sjávarspendýrastofn við strendur Íslands.

Selasetrið leggur áherslu á að hafa færustu vísindamenn á sínum snærum og að vinna í nánu samstarfi við rannsóknarstofnanir og sérfræðinga. Fræðsludeild Selasetursins miðlar síðan upplýsingum um rannsóknirnar og lifnaðarhætti sela til alþjóðasamfélagsins, almennings og ferðamanna.

 

 

 1. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga, Spurt um fjölda starfsmanna , verða 9 í sumar föst stöðugildi eru 4.5.á ársgrundvelli. Skúli  tók til máls og ræddi aukin umsvif Selasetursins , hvað varðar starfsmannafjölda og  umsvif. Framkvæmdastjóri taldi nauðsynlegt að auka sjálfbærni í rekstri Selasetursins . Hver á húsnæðið, Kaupfélag V-Hún á það. Jóhann Albertsson spurði hvað er stór hluti launa vegna rannsókna og hvað vegna annara starfa í Selasetrinu hlutfall vegna rannsókna er um rúm 60% . Hverjir starfa í almennum störfum, Pétur Jóns , Mitch, og  Vignir, áður var 85% rannsóknarstofnun  og safnið 15%, núna er þetta að jafnast út svo safnahlutinn er að stækka. Rætt um fjölda selaskoðunarstaða, og aðgengi að  þeim, nauðsynlegt er að  fjölga þeim þar sem ferðamenn koma víðsvegar að úr heiminum að sjá sel. Framkvæmdastjóri er í sambandi við eigendur á Flatnefsstöðum um skoðunaraðstöðu þar.
 2. Ársreikningur borinn upp ( ekki endurskoðaður)  borin upp með fyrirvara um að skoðunarmaður samþykki reikninginn, samþykktur samhljóða.
 3. Kosningar, 5 aðalmenn, 2 til vara og endurskoðandi.Aðalstjórn endurkjörin án  mótframboðs, Katharina endurkjörin varamaður  nýr varamaður Robert Jack. Skoðunarmaður Stefán Ólafsson endurkjörinn.
 4. Ákvörðun um hagnað eða tap,  tap varð af rekstrinum verður fært á höfuðstól
 5. Greiðslur til stjórnar, nokkrar umræður urðu um þenna lið  og voru þeir sem tóku til máls á þeirri skoðun að eðlilegt sé að greiða eitthvað fyrir stjórnarsetu, tillaga kom um 5000kr fyrir hvern fund, var sú tillaga samþykkt.
 6. Önnur mál. Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi Selasetursins: Sagði hann frá samstarfi við Hvalasafnið á Húsavík og góðri auglýsingu sem Húnaþing vestra fær þar.Skýrsla frá Vigni: Sigríður Hjaltadóttir talaði um fundinn í Hamarsbúð sem haldinn var í vor og spurði um samspil rannsókna  og  skoðunar á selum.  Framkvæmdastjóri sagði að um 64.þúsund mann kæmu til að sjá seli, rætt um samskipti við bændur og jarðeigendur, það þurfi aukna stýringu ferðamanna svo vel fari. Gudrun fagnar velgegni Selasetursins og áframhaldandi uppbyggingu þar, spurði hún hvernig væri hægt að mæla það sem Selasetrið er að gera til kynningar  og hvernig það deilist út til annara rekstraraðila. Er hægt að rannsaka það , væri áhugavert að vita. Jóhann Albertsson, er ánægður með vöxt Selasetursins, margt er mjög gott , svo sem rannsóknarþátturinn og er ánægjulegt að sjá vöxt hanns, í fjölgun stafa og vonar hann að aukningin verði enn meiri. Hann vildi sjá rannsóknum Selasetursins gerð betri skil á Safninu, það þurfi að sjá að hverju er verið að vinna. Hann hefur áhyggjur af sýningunni og telur ekkert hafa breyst þar frá upphafi og það vanti  þennan váfaktor  svo fólk fari inn, hvað veldur?? Honum finnst Selasetrið vera að teygja sig inn á samkeppnismarkað , í matsölu og tengingu við gistingu á svæðinu. Þarf að vera hlutlaus aðili  sem sér um upplýsingagjöf. Telur hann fjárhagsáætlun metnaðarfulla. Af 51 miljón eru 21 miljón í óvissu. Hann sagði Selasetrið vera fjöregg ferðaþjónustunnar og samfélagsins svo vanda þurfi til verka. Þorvaldur Böðvarsson ræddi fundinn í Hamarsbúð , taldi hann fundinn merkilegan , þar hefðu komið fram andmæli við fjölgun ferðamanna frá íbúum Vatnsnessins, hann sagði umferð orðna ansi mikla á þessu svæði og sé alvarlegt mál, en fjárframlag til vegamála lækki í krónum á milli ára svo það er áhyggjuefni  að ekki fæst fjármagn í vegabætur á svæðinu. Guðmundur Jóhannesson taldi nauðsynlegt að merkja útskot á Vatnsneshringnum, en það kostar ansi mikið þar sem þau eru 270 .  Róbert spurði hvort ekki væri ferðamálafulltrúi á svæðinu, Skúli tjáði að sveitarfélagið styrkti ferðamálafélagið og að þar sé starfandi stýrihópur um ferðaþjónustu. Róbert  taldi nauðsynlegt  að Selasetrið sé ekki í samkeppnisgreinum. Sigríður taldi að því fylgdi ábyrgð að  fá ferðamenn á svæðið og þá þurfi að þjónusta og byggja upp svo hægt sé að taka á móti þessum fjölda. Vignir svaraði vegna samkeppni í veitingum það sé gert til að fá fólk til að stoppa lengur, hann vill mæla hvernig ferðamennirnir dreifast frá  upplýsingamiðstöðinni til annara ferðaþjónustuaðila. Agnar Jónsson  lýsti ánægju með rannsóknir Selasetursins , taldi hann nauðsynlegt að halda vel á spilunum svo styrkir fáist til áframhaldandi  rannsókna. Sigrún Baldursdóttir taldi nauðsynlegt að það hefði verið skoða  hvort nauðsyn væri á fleiri kaffistofum áður enn opnaðar væru fleiri. Guðmundur taldi þessar umræður búnar að vera ágætar, fólk vænti mikils af Selasetrinu,  spurningi er ætlum við að láta Selasetrið lifa , ríkisstyrkir minnka Selasetrið þarf pening , það á að  stækka sýninguna þarf að breyta hvað á að fá peninga? Þorvaldur Böðvarsson telur  að bent sé á of fáa athygglisverða staði, t.d þar sem hægt væri  að skoða , landslag  og annað dýralíf en seli. Hægt sé að stoppa ferðamennina ef við fjölgum skoðunarstöðum. Skúli sagði það vera vinnu stýrihópsins að finna fleiri slíka staði, hann vænti mikils af starfi þeirra. Jóhann sagðist sitja í stýrihóp um ferðamál og það sé mikil vinna , fundarhöld , símafundir og önnur vinna, eins og í Selasetrinu. Hann taldi mikla peninga til, en að við í Húnaþingi-vestra séum að missa af lestinni. Af 280  úthlutuðum milljónum úr framkvæmdasjóði ferðamnnastaða hafa komið 4 í hlut Húnaþings vestra. Hann taldi meiri líkur á að fá styrki úr þeim sjóði ef Sveitarfélögin komi að  umsóknunum.Skúli sagði sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs við ferðaþjónustuaðila, sveitarstjón hafi t.d. verið aðilar að uppbyggingu við Ósa á Vatnsnesi. Einnig var rædd salernisaðstaða  við fjölfarna  ferðamálastaði. Sigríður Hjaltadóttir ræddi sjálfbærni í ferðaþjónustu, nefndi hún rútur sem koma með ferðamenn sem stoppa t.d. við Ósa borða nestið sitt fara á klósett og fara síðan burt af svæðinu og skilja ekkert eftir. Agnar Jónsson sagðist ekki skilja hvers vegna sveitarfélagið sé ekki með ferðamálafulltrúa , hann ræddi um merkingu útskota og fleira. Fundarmenn sammála um merking útskota sé forgangsatriði.

Skúli taldi  nauðsynlegt að aðilar á landsbyggðinni verði  vakandi og virkir í umræðu um náttúrupassa  eða aðra gjaldtöku af erlendum ferðamönnum. Fleira ekki fyrir tekið

Fundi slitið

Selatalningin Mikla 2013

Selatalningin mikla 2013

Sunnudaginn 21. júlí verður Selatalningin mikla haldin í sjöunda sinn á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Talningin felst í því að telja alla sjáanlega seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Svæðinu er skipt upp í mörg misstór svæði og það finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins. Eftir talninguna verða kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína í síðasti lagi 17. júlí. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar um tímasetningu og fleira má hafa samband á netfang selasetur@selasetur.is  eða í síma 451-2345.

 

Ath! Talningin hentar ekki börnum undir 5 ára og börn á milli 5 og 15 ára mega bara taka þátt í fylgd forráðamanna.

Ný sýning 2013


The Icelandic Seal Center ( Selasetur Íslands ) is working on an exciting project this winter time, the production of 2 male Harbour Seal skeletons and a Harbour porpoise skeleton for new and exciting exhibition displays in our museum, aswell as donating one seal skeleton to be displayed in the Húsavík Whale Museum.
The work is being carried out by a former volunteer at the center, Ester, from Spain and we are very happy to have her back with us!
The work will be completed by the May 1st opening of the museum and Visit Hunathing information center so make sure you come and check us out!

Hið villta norður

 

Hið villta norður – The Wild North, nýbirt fræðigrein

 

Sandra Granquist, dýraatferlisfræðingur og sameiginlegur starfsmaður Veiðimálastofnunar og Selaseturs Íslands birti nýlega grein ásamt Per-Åke Nilsson ferðamálafræðingi hjá Selasetri Íslands. Greinin var birt í ritrýndri fræðibók að nafni New Issues in Polar Tourism: Communities, Environment, Politics. Greinin fjallar um uppbyggingu og stjórnun á verkefninu Hið villta norður (The Wild North). Markmið verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri þróun náttúrulífsferðamennsku á Norðurslóðum.

 

Hér er hægt að nálgast greinina.