Minjagripaverslun

Í Selasetrinu er starfrækt minjagripaverslun til stuðnings Selasetrinu og rannsóknum þess.

Í versluninni er leitast við að hafa á boðstólnum vandað úrval minjagripa sem minna á svæðið og seli. Margt það sem á boðstólnum er fæst hvergi annars staðar.

Við erum m.a. í samstarfi við:

  • KIDKA á Hvammstanga sem er framleiðslufyrirtæki fyrir prjónavörur og framleiðir sina eigin vörulínu úr íslenkri ull.  KIDKA hefur yfir 40 ára reynslu í sínu fagi.
  • Við seljum einnig púða frá Lagði á Blönduósi sem framleiðir hágæða textílvörur.
  • Tröll, seli og seglatröll úr íslenskri ull og leðri seljum við frá Merkikerti úr Vestmannaeyjum.
  • Við seljum höfuðfatnað frá Elín hjá Marhönnun sem hannar Nordic Eye vörulínuna
  • Söndru Granquist sem framleiðir m.a. armbönd.
  • Húnaklúbbinum sem selur taupoka til styrktar starfi sínu.

Verið velkomin!