Varptímabilið hafið á Illugastöðum

Nú er varptímabilið hafið hjá æðarfuglinum og eru Illugastaðir því lokaðir frá og með 6. maí til 20. júní. Vinsamlegast berum virðingu fyrir náttúrunni og virðum þessa lokun.

Áfram er hægt að skoða seli við Hvítserk sem er eitt stærsta sellátur landsins. Einnig má benda á að þeir sjást oft í fjörunni frá Vatnsnesveginum og þá er gott að hafa kíki með í för.