Blöðruselur (Cystophora cristata)

Blöðruselur

Blöðruselur fer einförum,  heldur sig að mestu í sjónum og skríður ekki á land nema að hann sé veikur.

Hann er hann álíka stór og meðal útselur, gráflekkóttur að lit og dregur tegundin nafn sitt af blöðrum, sem brimlarnir blása upp á höfði sér til þess að heilla urturnar, eða vara keppinauta við.

Blöðruselsurtan kæpir einum kópi á hafís í mars, mjólkar honum í tæplega viku og er svo farin. Eftir það verður kópurinn að afla sér fæðu sjálfur, en fæða blöðrusela samstendur af ýmis konar fiskmeti m.a. þorski, karfa og rækju.

Norðmenn og Kanadamenn stunduðu mikla veiðar á blöðrusel hér á árum áður, sem nú eru að mestu niður lagðar. Blöðruselsveiðar voru einnig stundaðar fyrir norðan land um árabil, en þar veiddust aðallega brimlar.

Þessi tegund er mun algengari á Íslandsmiðum en talið var í fyrstu, en hann fer djúpt frá landi. Mest verður vart við hann fyrir Norðurlandi, en blöðruselir með senditæki fyrir gervihnetti, fóru sumir langt suður fyrir land. Blöðruselur hefur líklega aldrei sést inn í Húnaflóa en nokkrum sinnum við Strandir.

Nú á dögum er blöðruselsstofninn er talin vera a.m.k. 550.000 dýr á heimsvísu.