Illugastaðir

Illugastaðir er hluti af ferðamannaleiðunum; Norðurstrandarleið og Á Selaslóðum. Illugastaðir eru á vestanverðu Vatnsnesinu og þaðan er heillandi útsýni yfir á austurströnd Vestfjarða. Þetta er sögufrægur staður með tjaldstæði, selalátur og er varpstaður æðafuglsins.

Illugastaðir eru lokaðir í nokkrar vikur á hverju vori vegna æðarvarps, frá 1. maí  til 20. júní.

Ferðamannastaður. Illugastaðir er skemmtilegur sela- og fuglaskoðunarstaður sem hefur verið byggður upp. Þar hefur verið útbúið bílastæði, tjaldsvæði, lagður göngustígur og komið upp salernisaðstöðu fyrir ferðmenn.   Á Illugastöðum gefst ferðamönnum tækifæri á að skoða bæði seli og fugla í einstöku umhverfi. Selur er við Illugastaði allt árið, þó heldur fækki yfir kæpingartímann (maí – byrjun júní). Göngustígur liggur niður að höfða þar sem selurinn liggur á skerjum úti fyrir. Forvitnir selir synda oft mjög nálægt kyrrstæðum hljóðlátum ferðamönnum á þessum stað, og því oft óljóst hvort um selaskoðun eða mannaskoðun sé að ræða! Sumarið 2021 sáust oft um 40-50 seli á Illugastöðum.

Morðin á Illugastöðum. Illugastaðir er frægt sögusvið Illugastaðamorðanna og má enn sjá leifar af smiðju Natans þar.  Síðasta aftakan á Íslandi fór fram á Þrístöpum í Vatnsdalshólum, þann 12. janúar 1830. Agnes varð síðasta konan til að vera tekin af lífi á Íslandi, ásamt Friðriki Sigurðssyni. Þau voru dæmd fyrir morðið á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði á Vatnsnesi. Aðalsögusviðið gerist á Illugastöðum þar sem mennirnir voru drepnir í nætursvefni með hníf, verðmætum stolið og eld borið að húsinu. Af einhverjum ástæðum var frásögn af brunanum ekki trúað og komst glæpurinn upp.

Æðarvarp á Illugastöðum eru mikilvæg hlunnindi fyrir landeigendur og á sér langa nytjasögu. Æðarfulgl er sjóönd og er með stærstu andartegendum. Hún er algeng á Íslandi um allt árið um kring og er alfriðuð. Hreiðrið er opið og fóðrað með æðardúni, sem öndin reitir af brjósti sér . Landeigendurnir vaka yfir varpinu og stugga burtu vargfugla, refi og minnka. Í staðinn fyrir vernd fá landeigendur dúntekjur, en um 60 hreiður þarf til að fá um 1 kíló af dún.

Selaskodun-Illugastadir
Selaskoðunarhús á Illugastöðum

Meira um Illugastaði á visithunathing.is