Ferðamenn

Velkomin Á Hvammstanga, á Selaslóðir

 

Á Selasetrinu á Hvammstanga er fræðslusafn um seli og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Þar veitir starfsfólk okkar allar upplýsingar um áhugaverða staði á svæðinu, hvar best er að sjá seli, upplýsingar um flóð og fjöru eða hvað annað sem ferðamenn þurfa að vita hverju sinni.

Við tökum vel á móti þér!


Áhugaverðar upplýsingasíður fyrir ferðalagið:
Heimsækið Hvammstanga og Húnaþing vestra
Selasetur Íslands er hluti af ferðamannaleiðunum Norðurstandarleið og Á selaslóðum.
Færð á vegum og vefmyndavélar á Norðurlandi
Veður á Íslandi og á Norðurlandi vestra
Savetravel á Íslandi.


Þýttbýlisstaðir í Húnaþingi vestra – upplýsingasíður
Hvammstangi er mjög aðlaðandi og snyrtilegur bær….
Laugarbakki er lítið þorp sem stendur nærri þjóðveginum…
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð er eitt fámennasta þorp landsins


Vörusmiðja

Smáframleiðendur á ferðinni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol eru á ferðinni.

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni á svæðinu eftir skipulagðu leiðarkerfi. Hægt er að koma og versla í bílnum gæðavörur frá framleiðendum af Norðurlandi vestra. Rúmlega tuttugu framleiðendur eru með vörur í bílinum og hátt í tvöhundruð vöruflokkar eru í boði. Framboð á vörum endurspeglar árstíðir og sköpunargleiði framleiðenda.Hægt er að panta og ganga frá kaupum á vörum smáframleiðenda í netverslun okkar hér á síðunni og fá afhent í bíl smáframleiðenda þegar hann er næst á ferðinni. Það eru ekki sömu vöruflokkar í bílnum og í netverslunni nema að hluta til.

Nánari upplýsingar hér – & – Vöruúrval í bíl – & – Netverslun