Um okkur

Selasetur Íslands/Upplýsingamiðstöðin á Hvammstanga
Strandgata 1

Sími:   +354 451 2345
info[hja]selasetur.is

Selasetur Íslands var stofnað formlega þann 29. apríl 2005 með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Selasetrið eignaðist í upphafi tvær hæðir að Brekkugötu 2 Hvammstanga þar sem verslun Sigurðar Pálmasonar var til húsa. Þar voru settar upp fræðslusýningar um seli og húsnæðið nýtt fyrir fjölþætta starfsemi setursins.

Með aukinni starfsemi voru safnið og upplýsingamiðstöðin flutt í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur Húnvetninga (KVH) á Strandgötu 1, niður við Hvammstangahöfn sumarið 2011. Þar eru nýjar sýningar setursins, búið að standsetja rannsóknaraðstöðu og þar er upplýsingamiðstöð héraðsins og móttaka ferðamanna.

Skrifstofur rannsóknadeildar eru á 2. hæð Höfðabrautar 6.