Mjög góð aðsókn í sumar – 2022

Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands þetta sumarið og nú þegar hafa komið yfir 16.500 gestir í heimsókn til okkar. Í fyrra fengum við 10.300 gesti í heimsókn frá maí til október og því erum við mjög ánægð með aukninguna.

Flestar urðu gestakomurnar í júlí, þegar 5.541 gestir komu á Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 5.171.

Rétt rúm 43% gesta fóru inn á safn Selasetursins þetta sumarið. En aðrir leituðu sér m.a. upplýsinga um hvar væri hægt að finna seli út í náttúrunni og/eða versluðu í búðinni okkar. 

Selatalningin mikla – niðurstöður 2022

Alls sáust 595 selir í selatalningunni miklu sem fór fram í tólfta sinn þann 30. júlí á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Vegna sérstakrar aðstæðna var Heggstaðanesið ekki talið þennan dag.

Selasetur Íslands þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt í talningunni í ár. Í ár fengum við m.a. sjálfboðaliðar frá Þýskalandi, Belgíu, Englandi og auk þess góðs hóps frá Veraldarvinum sem staðsettir eru í Hrútafirði (wf.is).

Selatalningin mikla 2022

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

KLIKKIÐ hér til að skrá ykkur

Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi

  • Það er mikilvægt að telja einungis seli sem eru á þínu svæði, svo að hver selur sé aðeins talinn einu sinni.
  • Þú skráir niður alla seli sem þú sérð, hvort sem það er á landi, skeri eða í sjó, auk tímasetningar. Ef hægt er að að greina á milli Landssels og Útsels, þá vinsamlegast skráið það líka.
  • Það er mikivægt að muna, að ekki sjá allir seli, en það er jafn mikilvægt fyrir okkur að vita það og sjá seli.
  • Vinsamlega ferðastu af vargætni og án hávaða, þar sem það getur fælt selina áður en þú getur talið þá. Vinsamlegast ekki koma með hund af sömu ástæðu. Nánar má lesa um hegðun við selaskoðun hér.
  • Vinsamlegast gangið vel um svæðin, gangið ekki yfir ræktuð svæði, virðið girðingar/hlið, ónáðið ekki dýrin og leggið bílum á öruggum stöðum.
  • Varðandi sjónauka, þá er mjög gott að hafa þá með sér en ekki nauðsynlegt til þátttöku. Selasetrið á nokkra sjónauka og það er möguleiki að fá lánaðann sjónauka meðan birgðir endast.

——-

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2021 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla



Góð aðsókn það sem af ári – yfir 6 þúsund gestir nú þegar

Rostungurinn

Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands það sem af er sumri og nýja sýningin Rostungurinn hefur vakið mikla athygli.

Skapaðu minningar á Selasetri Íslands 😊🦭💙

– – – – – – – – – –
#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid