Virkilega góð aðsók að Selasetrinu í ágúst og sumaropnun út september

Við erum afar þakklát fyrir alla þá gesti sem sóttu okkur heim í ágúst en samtals komu yfir 6.800 manns í upplýsingamiðstöðina og safnið. Sala á aðgöngumiðum á safnið og varningi í verslun þess er langstærsta tekjulind Setursins og því skiptir góð aðsókn miklu máli fyrir reksturinn. Í samræmi við það höfum við ákveðið að halda áfram með sumaropnunartíma (11:00 – 18:00) til og með 1. október.