List fyrir alla – menning fyrir alla

Selasetur Íslands tekur þá í verkefninu “List fyrir alla” sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Á heimasíðunni List fyrir alla má finna:

  • Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
  • Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
  • Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

Hér er linkur á verkefnið fyrir Norðurland vestra:
https://listfyriralla.is/menning-fyrir-alla/landshlutar/nordurland-vestra/

Frú Eliza Reid leit við á Selasetrið

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina.

Hún leit einnig við á Selasetrið þar sem Guðmundur stjórnarformaður, Sandra, Jessica, Hafþór, Eric, Zoé og fl. tóku vel á móti þeim mæðgum.

Selasafnið lokar í dag formlega fyrir veturinn

Selasafnið lokar formlega fyrir veturinn frá og með 1. október. En hafirðu áhuga á að koma með hóp til okkar er hægt að bóka tíma í síma 451 2345 eða með tölvupósti á info@selasetur.is.

Selasafnið verður opið á Brúðulistahátíðinni HIP (Hvammstangi International Puppet Festival) laugardaginn 9. október, kl.12-14.

Selasetrið verður opið út september

Enn er talsverð traffík á Selasetrið og hefur því verið ákveðið að framlengja opnunartíma okkar til 30. september. Það verður opið frá 11-15 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin á Selasetrið!

There is still traffic at the Icelandic Seal Center and it has therefore been decided to extend our opening hours until 30 September. It will be open from 11-15 every working day (Monday to Friday). Be welcome to the Seal Center!

Fyrirlestraröðin hefst á nýju eftir sumarfrí

Í vetur mun Selasetur Íslands halda áfram með fyrirlestraröð þar sem fræðimenn úr ýmsum áttum koma og halda fyrirlestra. Við hefjum haustönnina með fyrstu fyrirlestrunum mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00 í Selasetrinu. Í þetta skiptið verða sumar vísindamennirnir okkar með tvo fyrirlestra, en það eru líffræðingarnir Brontë Harris frá Englandi og Laura Redaelli frá Ítalíu. Brontë og Laura hafa unnið á Selarannsóknardeild setursins í sumar við vettvangsrannsóknir og greiningar á selum.

Fyrirlestrarnir verða á ensku. Boðið verður uppá kaffi og konfekt.

Nánar um fyrirlestraröð Selasetursins má finna hér

Bronte
Laura