Mjög góð aðsókn í sumar – 2022

Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands þetta sumarið og nú þegar hafa komið yfir 16.500 gestir í heimsókn til okkar. Í fyrra fengum við 10.300 gesti í heimsókn frá maí til október og því erum við mjög ánægð með aukninguna.

Flestar urðu gestakomurnar í júlí, þegar 5.541 gestir komu á Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 5.171.

Rétt rúm 43% gesta fóru inn á safn Selasetursins þetta sumarið. En aðrir leituðu sér m.a. upplýsinga um hvar væri hægt að finna seli út í náttúrunni og/eða versluðu í búðinni okkar.