Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands

Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.

Í starfinu felst:

  • Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
  • Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins
  • Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • Móttaka gesta og miðlun þekkingar
  • Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins

Við leitum að einstaklingi með:

  • Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg
  • Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
  • Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is  

Auka Aðalfundur

Boðað er til auka aðalfundar fimmtudaginn 24. september 2020
kl 18.00 í Dæli Víðidal.

1. Staðfesting á skipan stjórnar
2. Önnur mál

Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður

Hádegisfyrirlestrar á Selasetri Íslands!


Næstkomandi fimmtudag, 25. júní verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarsal Selasetursins og hefjast þeir kl.12:00. Annars vega mun Cécile Chauvat, sem nýverið útskrifaðist með meistaragráðu í strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða, kynna niðurstöður úr meistaraverkefni sínu. Cécile vann verkefnið sitt á Selasetri Íslands í samstarfi við Háskólanum á Hólum og Hafrannsóknastofnun. Leiðbeinendur hennar voru dr. Jessica F. Aquino og dr. Sandra M. Granquist. Einnig mun Polina Moroz, meistaranemi frá Háskóla Íslands, kynna rannsóknaáætlun sína. Hún er að rannsaka landseli og notast hún við staðbundnar sjálfvirkar myndavélar á mikilvægum landselslátrum. Rannsóknin er unnin á Selasetri Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og leiðbeinendur hennar eru dr. Sandra M. Granquist og dr. Marianne Rasmussen.
Minnum á að íbúar Húnaþings vestra fá frían aðgnang að sýningu Selasetursins, ásamt fyrirlestrunum.

Nýtt Meistaraverkefni hafið


Þetta er Polina Moroz, meistaranemi í Umhverfis og auðlindafræði í Háskóla Íslands. Í sumar vinnur hún verkefni í samstarfi við Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun sem nefnist „Using stationary automatic trail cameras to monitor harbour seals at important haul-out sites“. Leiðbeinandi hennar er Sandra M. Granquist (Deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selaseturs Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun). Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Styrkur úr Loftslagsjóði Umhverfisráðuneytisins

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.
Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.

Selasetur Íslands og Náttúrustofa Norðurlands Vestra í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagsjóði í verkefni sem nefnist Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra.  Verkefnið verður unnið á Norðurlandi Vestra, frá Skagafirði til Hrútafjarðar.  Áhugasamir krakkar mundu búa til eigin vöktunar verkefni undir leiðsögn náttúru og -fuglafræðinga. Dæmi um vöktunarverkefni væru; koma farfugla, skráning á algengum tegundum varpfugla og umferðarfugla frá enn norðlægari slóðum og talning, útbreiðsla og lifnaðarhættir sela.  Upplýsingunum verður safnað saman og munu vísindamenn og fleiri hafa gagn af þessari mikilvægu upplýsingaöflun. Verkefnið mun auka náttúruskilning ungmenna og vitund um náttúruvernd og umhverfisbreytingar á tímum hraðra loftslagbreytingum í norðri.

Verkefnisstjórar: Einar Ó. Þorleifsson og Jessica Aquino
Meðumsækjandi: Sandra M. Granquist

Smellið hér til að lesa tilkynninginguna frá Umhverfisráðuneyti um styrkina sem voru úthlutaðir.