Styrkur úr Loftslagsjóði Umhverfisráðuneytisins

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.
Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.

Selasetur Íslands og Náttúrustofa Norðurlands Vestra í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagsjóði í verkefni sem nefnist Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra.  Verkefnið verður unnið á Norðurlandi Vestra, frá Skagafirði til Hrútafjarðar.  Áhugasamir krakkar mundu búa til eigin vöktunar verkefni undir leiðsögn náttúru og -fuglafræðinga. Dæmi um vöktunarverkefni væru; koma farfugla, skráning á algengum tegundum varpfugla og umferðarfugla frá enn norðlægari slóðum og talning, útbreiðsla og lifnaðarhættir sela.  Upplýsingunum verður safnað saman og munu vísindamenn og fleiri hafa gagn af þessari mikilvægu upplýsingaöflun. Verkefnið mun auka náttúruskilning ungmenna og vitund um náttúruvernd og umhverfisbreytingar á tímum hraðra loftslagbreytingum í norðri.

Verkefnisstjórar: Einar Ó. Þorleifsson og Jessica Aquino
Meðumsækjandi: Sandra M. Granquist

Smellið hér til að lesa tilkynninginguna frá Umhverfisráðuneyti um styrkina sem voru úthlutaðir.