Selir og áhrif umhverfisbreytinga

Fyrir nokkru gaf Hafrannsónarstofnun út stóra skýrslu að nafni „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“. Skýrslan er samantekt um stöðu vistkerfa og áhrif umhverfis- og loftlagsbreytinga. Í skýrslunni er að finna kafla um stöðu selastofna við Ísland og áhrif umhverfisbreytinga sem er eftir Söndru Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildar Selaseturs og selasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar. Kaflinn um seli hefst á bls. 100.

Hér er hlekkurinn:

https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2021-14.pdf

Fyrirlestur eftir Zoë Drion – 7. okt. 2021 – kl. 20:00

Fyrirlesturinn verður á ensku og snýrst hann um rauðrefastofninn í Hautes Fagnes Þjóðgarðinn. En þar hefur refurinn áhrif á einkennandi fuglategundina black grouse (Lyrurus tetrix). Til þess að auka þekkingu um rauðrefa, vann Zoë meistaraverkefni þar sem hún notaði sjálfvirkar myndavélar til að safna gögn um rauðrefastofninn eins og hann er í dag og bar þau gögn saman við söguleg gögn söfnuð fyrir 1990.

Nánari upplýsingar hér.

Nýr bókarkafli hjá ferðamáladeild

Jessica Aquino lektor og Georgette Leah Burns fyrrum deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum hafa fengið birtan bókarkafla sem ber heitið „Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community“. Þar fjalla þær um það með hvaða hætti áfangastaðir ferðamanna þar sem sköpun er í fyrirrúmi geta bætt búsetuskilyrði og efnahag á dreifbýlum svæðum. Húnaþing vestra og hugmyndafræðin á bak við Selasetur Íslands er notuð sem raundæmi í rannsókninni. Horft er til þess hvernig uppbygging á skapandi ferðaþjónustu hefur verið notuð til að efla seiglu í hinu fámenna samfélagi í Húnaþingi vestra. Einnig er rýnt í það hvernig seigla samfélaga getur þróast í gegnum stuðning við sjálfbæra þróun menningar.

Sjá nánar:

Aquino, J. F., & Burns, G. L. (2021). Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community. In Creative Tourism in Smaller Communities: Place, Culture, and Local Representation. Calgary: University of Calgary Press. Retrieved from http://hdl.handle.net/1880/113280

Nýr Framkvæmdastjóri

Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri við Selasetur Íslands frá 1. janúar 2021
Páll Línberg Sigurðsson

Páll Línberg Sigurðsson verðandi framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, Guðmundur Jóhannesson
stjórnarformaður Selaseturs Íslands.
Við undirskrift ráðngar Páls Línbergs Sigurðssonrs.

Auka Aðalfundur

Boðað er til auka aðalfundar föstudaginn 9. Október 2020, kl 17:00 í Selasetri Íslands

  1. Staðfesting á skipan stjórnar.
  2. Önnur mál.

Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður