Sandra Granquist kynnir niðurstöður rannsókna á Oikos 2014

Sandra Granquist selasérfræðingur á Selasetri Íslands mun kynna nýjustu niðurstöður rannsókna okkarSandra á áhrifum ferðamanna á seli á Oikos ráðstefnunni sem haldin verður í Naturhistoriska rikismuséet í Stokkhólmi í Svíþjóð 3.-5. febrúar 2014. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Vinningshafi í happadrætti á Mannamóti 2014

Á Mannamóti markaðstofanna sem haldið var 23. janúar sameinuðust Selasetur Íslands, Selasigling og Kidka prjónastofa um glæsilegt happdrætti. Þeir sem settu nafnspjaldið sitt í pott gátu átt von á að vinna veglegan vinning.

Dregið hefur verið úr pottinum og var það Ágústa J. Jóhannesdóttir sem hreppir glæsilegan vinning:

  • Siglingu með Selasiglingu fyrir tvo. www.sealwatching.is
  • Aðgang fyrir tvo í Selasetur Íslands ásamt kaffi og kökusneið.
  • 15 þús króna vöruúttekt hjá Kidka prjónastofu, stærstu prjónastofu landsins. www.kidka.com

Ágústa fær gjafabréfin send í pósti.

Við óskum Ágústu til hamingju með vinninginn og þökkum öllum sem tóku þátt fyrir komuna á svæði Húnaþings vestra á Mannamóti 2014.

 

 

Menningarlegt gildi sela – verkefni fyrir grunnskólanema

Með styrk frá  Menningarráði Norðurlands vestra hafa Selasetur Íslands og Grunnskóli Húnaþings vestra sameinast um spennandi verkefni sem miðar að því að kynna nemendum á 3 og 4 ári í grunnskólanum menningarlegt gildi sela. Lokaafurð verkefnisins verður brúðuleikhús um efnið sem nemdendur vinna sjálfir í kjölfar heimsóknar í Selasetrið.

Verkefnið verður unnið á vorönn 2014 og Dr. Leah Burns er verkefnisstjóri fyrir hönd Selasetursins. 

 

Sandra Granquist heldur erindi á ETOUR

Sandra Granquist sem stýrir líffræðirannsóknasviði Selasetursins hélt erindi í The European Tourism Research Institute (ETOUR) við Mid Sweden University í  Östersund í Svíþjóð á dögunum.  Erindið bar heitið “Balancing use and protection of wildlife – An interdisciplinary approach for biology and tourism research” og fjallaði um þverfaglegar rannsóknir sem Sandra hefur staðið fyrir á Selasetrinu ásamt Per-Åke Nilsson, fyrrum deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins. Rannsóknin fjallar um mikilvægi þess að samþætta niðurstöður vistfræðirannsókna og ferðamálarannsókna í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Söndru en í nóvember s.l. varði hún Licentate Thesis í tengslum við nám sitt við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.