Vinningshafi í happadrætti á Mannamóti 2014

Á Mannamóti markaðstofanna sem haldið var 23. janúar sameinuðust Selasetur Íslands, Selasigling og Kidka prjónastofa um glæsilegt happdrætti. Þeir sem settu nafnspjaldið sitt í pott gátu átt von á að vinna veglegan vinning.

Dregið hefur verið úr pottinum og var það Ágústa J. Jóhannesdóttir sem hreppir glæsilegan vinning:

  • Siglingu með Selasiglingu fyrir tvo. www.sealwatching.is
  • Aðgang fyrir tvo í Selasetur Íslands ásamt kaffi og kökusneið.
  • 15 þús króna vöruúttekt hjá Kidka prjónastofu, stærstu prjónastofu landsins. www.kidka.com

Ágústa fær gjafabréfin send í pósti.

Við óskum Ágústu til hamingju með vinninginn og þökkum öllum sem tóku þátt fyrir komuna á svæði Húnaþings vestra á Mannamóti 2014.