Sandra Granquist heldur erindi á ETOUR

Sandra Granquist sem stýrir líffræðirannsóknasviði Selasetursins hélt erindi í The European Tourism Research Institute (ETOUR) við Mid Sweden University í  Östersund í Svíþjóð á dögunum.  Erindið bar heitið “Balancing use and protection of wildlife – An interdisciplinary approach for biology and tourism research” og fjallaði um þverfaglegar rannsóknir sem Sandra hefur staðið fyrir á Selasetrinu ásamt Per-Åke Nilsson, fyrrum deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins. Rannsóknin fjallar um mikilvægi þess að samþætta niðurstöður vistfræðirannsókna og ferðamálarannsókna í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Söndru en í nóvember s.l. varði hún Licentate Thesis í tengslum við nám sitt við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.