Menningarlegt gildi sela – verkefni fyrir grunnskólanema

Með styrk frá  Menningarráði Norðurlands vestra hafa Selasetur Íslands og Grunnskóli Húnaþings vestra sameinast um spennandi verkefni sem miðar að því að kynna nemendum á 3 og 4 ári í grunnskólanum menningarlegt gildi sela. Lokaafurð verkefnisins verður brúðuleikhús um efnið sem nemdendur vinna sjálfir í kjölfar heimsóknar í Selasetrið.

Verkefnið verður unnið á vorönn 2014 og Dr. Leah Burns er verkefnisstjóri fyrir hönd Selasetursins.