Menningarlegt gildi sela – verkefni fyrir grunnskólanema

Með styrk frá  Menningarráði Norðurlands vestra hafa Selasetur Íslands og Grunnskóli Húnaþings vestra sameinast um spennandi verkefni sem miðar að því að kynna nemendum á 3 og 4 ári í grunnskólanum menningarlegt gildi sela. Lokaafurð verkefnisins verður brúðuleikhús um efnið sem nemdendur vinna sjálfir í kjölfar heimsóknar í Selasetrið.

Verkefnið verður unnið á vorönn 2014 og Dr. Leah Burns er verkefnisstjóri fyrir hönd Selasetursins. 

 

Sandra Granquist heldur erindi á ETOUR

Sandra Granquist sem stýrir líffræðirannsóknasviði Selasetursins hélt erindi í The European Tourism Research Institute (ETOUR) við Mid Sweden University í  Östersund í Svíþjóð á dögunum.  Erindið bar heitið “Balancing use and protection of wildlife – An interdisciplinary approach for biology and tourism research” og fjallaði um þverfaglegar rannsóknir sem Sandra hefur staðið fyrir á Selasetrinu ásamt Per-Åke Nilsson, fyrrum deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins. Rannsóknin fjallar um mikilvægi þess að samþætta niðurstöður vistfræðirannsókna og ferðamálarannsókna í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Söndru en í nóvember s.l. varði hún Licentate Thesis í tengslum við nám sitt við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.

Ný upplýsingasíða opnuð

Á aðalfundi ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu í gær var opnuð ný og glæsileg heimasíða svæðisins. Á síðunni er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn, um afþreyingu, áhugaverða staði, gistingu, veitingar o.m.fl. Á síðunni er einnig að finna fréttaveitu með upplýsingum um það helsta markvert á svæðinu auk atburða á döfinni. Einnig er umfjöllun um fyrirtæki mánaðarins úr hópi fyrirtækja á svæðinu.

www.visithunathing.is

Opið hús í Selasetrinu

Opið hús verður í Selasetrinu n.k. laugardag, 16. nóvember kl 12-16.

Við það tilefni efnum við til rýmingarsölu og bjóðum allar vörur með myndarlegum afslætti áður en við lokum búðinni fyrir veturinn. Gott tækifæri til að gera góð kaup og jafnvel versla nokkrar jólagjafir. Vörur frá Cintamani, gjafavara frá Bility, JG design, vandaðar Íslandsbækur og margt
fleira. Lítið við og gerið góð kaup.

Frítt inn í safnið eins og ávallt fyrir heimamenn. Einnig verðum við með veglegt kaffihlaðborð á kr 1500,- pr mann (750,-  fyrir börn 6-12 ára).

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Selaseturs