Höfðingleg gjöf frá Marel

Á dögunum barst Selasetrinu höfðingleg gjöf frá Marel. Um er að ræða vandaða tölvuvog sem hægt er að nýta til að vigta það magn fisks sem selur étur á dag. Nýja vogin leysir af hólmi eldri vog sem hafði verið biluð um nokkurt skeið.

Forsvarsmenn Selasetursins færa Marel bestu þakkir fyrir stuðninginn. 

Gjöf frá marel