Styrkur frá Menningarráði norðurlands vestra

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styk frá Menningarráði norðurlands vestra upp á 2.1 milljón króna. Styrknum er ætlað að styðja við uppbyggingu sýningar Selasetursins og rekstur hennar. Á árinu hefur verið unnið að uppfærslu sýningarinnar, m.a. hefur verið opnaður nýr hluti þar sem er að finna upplýsingar um skynfæri sela, upplýsingaspjöld hafa verið uppfærð og hugað hefur verið að almennu viðhaldi í afgreiðslu og salernum seturisns. Nauðsynlegt er að huga vel að þessum þáttum þars em fjöldi gesta eykst jafnt og þétt og sífellt fleiri sækja safnið heim. Einnig er í gangi vinna við umhverfisstefnu Selasetursins auk fleiri smærri verkefna.

Forsvarsmenn Selaseturs þakka Menningarráðinu stuðninginn.