Fuglastígur á Norðurlandi vestra

Selasetur Íslands tók í byrjun árs að sér verkefnastjórn í verkefninu Fuglastígur á Norðurlandi vestra. Markmið  verkefnisins er að undirbúa uppbyggingu fuglaskoðunarstígs á Norðurlandi vestra þar sem ferðamönnum er auðveldað aðgengi að hinum ýmsu fuglaskoðunarstöðum víðs vegar um landshlutann.  Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins, Ferðamálafélags V-Hún, Ferðamálafélags A-Hún, Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Náttúrustofu Norðurlands vestra. 

Verkefnið hlaut styrk frá Vaxtarsamningi Norðurlands Vestra.

Verkefnið hófst formlega í lok árs 2013 og verður fyrsta áfanga lokið í árslok 2014.

Sandra Granquist kynnir niðurstöður rannsókna á Oikos 2014

Sandra Granquist selasérfræðingur á Selasetri Íslands mun kynna nýjustu niðurstöður rannsókna okkarSandra á áhrifum ferðamanna á seli á Oikos ráðstefnunni sem haldin verður í Naturhistoriska rikismuséet í Stokkhólmi í Svíþjóð 3.-5. febrúar 2014. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Vinningshafi í happadrætti á Mannamóti 2014

Á Mannamóti markaðstofanna sem haldið var 23. janúar sameinuðust Selasetur Íslands, Selasigling og Kidka prjónastofa um glæsilegt happdrætti. Þeir sem settu nafnspjaldið sitt í pott gátu átt von á að vinna veglegan vinning.

Dregið hefur verið úr pottinum og var það Ágústa J. Jóhannesdóttir sem hreppir glæsilegan vinning:

  • Siglingu með Selasiglingu fyrir tvo. www.sealwatching.is
  • Aðgang fyrir tvo í Selasetur Íslands ásamt kaffi og kökusneið.
  • 15 þús króna vöruúttekt hjá Kidka prjónastofu, stærstu prjónastofu landsins. www.kidka.com

Ágústa fær gjafabréfin send í pósti.

Við óskum Ágústu til hamingju með vinninginn og þökkum öllum sem tóku þátt fyrir komuna á svæði Húnaþings vestra á Mannamóti 2014.