Kampselur á Borgarfirði

Selasetrið fékk á dögunum tilkynningu um kampsel sem haldið hefur til í fjörunni á Borgarfirði eystra um þriggja vikna skeið. Selurinn hefur gert sig heimakominn en kampselir eru sjaldgæfir gestir á Borgarfirði.  Þetta er önnur tilkynningin um kampsel sem Selasetrinu hefur borist á skömmum tíma, sjá frétt hér.  Hinn fyrri sem tilkynnt var um sást á hinum enda landsins, í Veiðileysufirði á Jökulfjörðum.

Kampselurinn er stærri en landselur, en minni en fullvaxin útselur. Hans helsta sérkenni eru geysilega löng veiðihár. Hann er einnig mjög gæfur og rólegur, sem gerði hann að fyrirtaks bráð selveiðimanna áður fyrr. Nánari upplýsingar um kampseli má finna hér.

Við þökkum Borgfirðingum  fyrir upplýsingarnar en mikilvægt er fyrir sérfræðinga Selasetursins að heyra af því þegar flækingar sjást hér við land.

 Kampselur Selasetur Íslands

Mynd: Hafþór Snjólfur