Kampselur í Veiðileysufirði

Þann 13. maí sáu ferðalangar í skíðaferð á vegum Aurora Arktika Kampsel í fjörunni í Veiðileysufirði í Jökulfjörðum. Kampselir eru sjaldséðir gestir við Íslandsstrendur og eru auðþekktir af tignarlegu skeggi. Nánari upplysingar um kampseli má finna hér.

Við þökkum vinum okkar í Aurora Arktika fyrir upplýsingarnar en mikilvægt er fyrir sérfræðinga Selasetursins að heyra af því þegar flækingar sjást hér við land.

Ljósmyndari: Roland Tomascko