Höfðingleg gjöf frá Marel

Á dögunum barst Selasetrinu höfðingleg gjöf frá Marel. Um er að ræða vandaða tölvuvog sem hægt er að nýta til að vigta það magn fisks sem selur étur á dag. Nýja vogin leysir af hólmi eldri vog sem hafði verið biluð um nokkurt skeið.

Forsvarsmenn Selasetursins færa Marel bestu þakkir fyrir stuðninginn. 

Gjöf frá marel

Styrkur frá Menningarráði norðurlands vestra

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styk frá Menningarráði norðurlands vestra upp á 2.1 milljón króna. Styrknum er ætlað að styðja við uppbyggingu sýningar Selasetursins og rekstur hennar. Á árinu hefur verið unnið að uppfærslu sýningarinnar, m.a. hefur verið opnaður nýr hluti þar sem er að finna upplýsingar um skynfæri sela, upplýsingaspjöld hafa verið uppfærð og hugað hefur verið að almennu viðhaldi í afgreiðslu og salernum seturisns. Nauðsynlegt er að huga vel að þessum þáttum þars em fjöldi gesta eykst jafnt og þétt og sífellt fleiri sækja safnið heim. Einnig er í gangi vinna við umhverfisstefnu Selasetursins auk fleiri smærri verkefna.

Forsvarsmenn Selaseturs þakka Menningarráðinu stuðninginn.

Aðalfundur Selaseturs 2014

Aðalfundur Selaseturs Íslands var haldinn í Dæli í Víðidal 15. maí 2014. 

Fundarstjóri var Skúli Þórðarson.

Í stjórn voru kjörnir eftirtaldir:

Ársæll Daníelsson, Guðmundur Jóhannesson, Jóhannes Erlendsson, Kristín Jósefsdóttir og Katharina Ruppel. Varamenn eru Róbert Jack og Sigrún B. Valdimarsdóttir.

Á fundinum var samþykkt hlutafjáraukning á árinu 2014 og verður farið í það á komandi vikum og mánuðum að afla aukins hlutafjár til að efla starfsemi setursins enn frekar.

Niðurstöður rannsókna á ummerkjum eftir sel á laxfiskum

Á dögunum var birt skýrsla með niðurstöðum rannsóknar á ummerkjum eftir landsel á veiddum löxum og silungum. Ummerkin voru könnuð á axfiskum sem veiddir voru í Vatnsdalsá og Laxá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, ásamt Víðidalsá, Gljúfurá og Miðfjarðará í Húnaþingi vestra árin 2009 og 2010. Veiðimenn í þessum ám voru beðnir að skrá öll ummerki sem sáust á veiddum fiskum, ásamt því að tilgreina hvort ummerkin væru vegna sela (bit/klór), neta, annarra ástæðna eða ef ekki var vitað hvernig ummerkin væru til komin. Niðurstöður benda til að selbit og önnur ummerki á veiddum fiskum séu fátíð. Samtals fyrir bæði árin voru skráð ummerki eftir sel á 78 laxfiskum sem samsvarar 0,61% af veiddum fiskum á tímabilinu sem rannsóknin stóð yfir. Árið 2009 voru 0,36% af veiddum löxum selbitnir eða klóraðir af sel, en enginn silungur. 2010 voru 0,92% af veiddum löxum með slík ummerki, en aðeins 0,07% af veiddum bleikjum og 0,04% af veiddum urriðum. 62,1% af selbitnum löxum voru stórlaxar (dvalið tvö ár í sjó; ?70cm). Frekari rannsókn á áhrifum landsela í árósum á laxfiska á þessu svæði er yfirstandandi.

Smellið hér til að lesa skýrsluna.

 

 

Hugmyndafundur fyrir íbúa Húnaþings vestra

Nú stendur yfir mótun framtíðarsýnar Selasetursins til næstu 5-10 ára. Við bjóðum íbúum Húnaþings vestra sem hafa góðar hugmyndir um starfsemi Selasetursins til hugmyndafundar mánudagskvöldið 10. mars kl 20 í Selasetrinu.

Við hvetjum alla sem hafa hugmyndir sem varða Selasetrið og vilja hafa áhrif á mótun framtíðarsýnar þess að kíkja við.

Léttar veitingar í boði.

 

Sérfræðingar Selaseturs á Landsýn

Landsýn – vísindaþing Landbúnaðarins var haldið á Hvanneyri 7. mars sl. Alls sóttu þingið um 140 manns og þótti það takast vel. Haldin voru 30 erindi í fjórum málstofum. Sérfræðingar Selasetursins þær Sandra Granquist og Leah Burns héldu báðar erindi á þinginu. Erindi Söndru fjallaði um áhrif ferðamanna á útbreiðslu og hegðun sela á Vatnsnesi en erindi Leuh fjallaði um Animals as Tourism Objects: Ethically refocusing the relationships between tourists and wildlife.

Hér má finna nánari upplýsingar um Landsýn.

Selasetrið ferðaskipuleggjandi

Selasetur Íslands hefur fengið Ferðaskipuleggjendaleyf frá Ferðamálastofu. Við erum afar stolt af því og munum nú taka virkari þátt í kynningu og sölu á þjónustu ferðaþjónustuaðila á svæðinu. 

Góðir gestir í Selasetrinu

3. og 4. bekkir Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn í Selasetrið í morgun í tengslum við verkefnið Menningarlegt gildi sela. Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins og Grunnskólans og er stutt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Krakkarnir fengu fræðslu um seli og menningarlegt gildi þeirra og skoðuðu safnið í krók og kima.  Þau munu svo halda áfram að fræðast um seli þegar í skólann er komið, vinna úr upplýsingunum og semja brúðuleikrit.

Fátt er skemmtilegra að fá í heimsókn líflega og skemmtilega krakka eins og þennan hóp sem var skólanum sínum til sóma. 

Takk fyrir komuna krakkar og verið velkomin aftur!

Kvikmyndataka í Selasetrinu

Nú stendur yfir kvikmyndataka í Selasetrinu. Verið er að taka upp stuttmyndina “Sealskin” sem er byggð á þjóðsögunni um selshaminn. Sú sem gerir myndina er Shilpa Munikempanna. Hún lærði kvikmyndagerð við London Film Academy. Myndir hennar snúast um sögur af persónulegum feralögum einstaklinga sem fastir eru í ákveðnum aðstæðum og reyna að takast á við aðstæðurnar eftir fremsta megni. Frumraun hennar í stuttmyndagerð ‘Kaveri’ eða ‘Svefn’ sem hún skrifaði og leikstýrði hefur verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða. Hún dvelur nú í listamiðstöðinni Nes á Skagaströnd.