Selatalningin mikla 2022

Selatalning mikla - The Great Seal Count
Selatalning mikla – The Great Seal Count

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram og gott er að hafa með sér sjónauka. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

Skráning og nánari útfærsla verður auglýst síðar er nær dregur.

Selasetur Íslands hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir árið 2022

#selasetur #ssnv #landsbyggdarfyrirtaeki

Selasetur Íslands hefur notið góðs af styrkjum úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra í mörg ár.

Selasetrið fékk nýverið styrk/stuðning fyrir árið 2022 úr Uppbyggingarsjóði í flokki „Stofn og rekstrarstyrkja“. Stofn- og rekstrarstyrkir eru veittir til safna, setra og listamiðstöðva á sviði menningarmála, séu stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga ekki leiðandi aðilar í rekstrinum. Svona styrkir skipta miklu máli fyrir Selasetrið og starfsemi þess.

Selasetrið þakkar kærlega fyrir sig og lítur björtum augum á starfsárið 2022.

Nánar má lesa um styrki Uppbyggingarsjóðs á vefsíðu SSNV.

Ný fræðigrein gefin út af Dr. Jessica Aquino – “Teaching wildlife tourism management”

Dr. Jessica Aquino er lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og deildarstjóri ferðamálarannsókna hjá Selasetri Íslands. Þessi grein, “Teaching wildlife tourism management: reflection on culture, nature, and wildlife” er hægt að hlaða niður og fyrstu fimmtíu fá greina fría á vefsíðunni: www.tandfonline.com. Greinin er á ensku.

Dr. Jessica Aquino

ABSTRACT: This article describes an elective wildlife tourism management course at the University of Lapland. This teaching/learning course focused on blending theories used in place-based education to help students better grasp and explore their philosophical understanding of culture, nature, and wildlife and how these affect management actions. The research used arts-based methodologies as a tool to document and facilitate individual and group reflection. Experiential learning was used to explore how managers can help to create sustainable places to live, work, and visit through the co-creation of more ethical management practices that benefits local communities, incorporate a sense of place, and protects the ecosphere. The main outcomes of the course were to inspire further learning about environmental philosophy outside of the classroom and to help students push the boundaries of their own philosophical understanding of culture, nature, and wildlife.

Opinn fyrirlestur: Umhyggjusiðferði sem nálgunaraðferð við sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu

Dr. Jessica Aquino verður með opinn fyrirlestur á ensku fimmtudaginn, 2. desember kl. 20 í Selasetrinu. Umræðuefnið er umhyggjusiðferði sem nálgunaraðferð við sjálfæbra þróun í ferðaþjónustunni eða “Ethics of Care Approach to Sustainable Tourism Development“.

Hugmyndin um siðfræði hefur færst frá upphafi sem umhyggja milli tveggja manna yfir í miklu víðtækari femíníska siðfræði og opinbera siðfræði. Siðferði sem nálgunaraðferð snýst um samfélag sem styður okkur og sem við styðjum. Umhyggja er viðvarandi ferli sem fer yfir hugmyndina um umhverfisvernd til að skilja menn sem meðlimi „lifandi vefs“. Með því að nota siðfræðinálgunina miðar þessi kynning að því að þróa greiningarramma fyrir samfélagsþróunaraðferðir í sjálfbærri þróun ferðaþjónustu. Það mun svara rannsóknarspurningunni; Hvers konar innsýn sýnir umhyggjusiðfræðinálgun um samfélagsþróun í sjálfbærri ferðaþjónustu á Selasetri Íslands?

Erindinu lýkur með umræðum um framtíðarverkefni þessu tengt.

Open Lecture
Opin fyrirlestur, fimmtudaginn 2. desember kl. 20