Þriðja málþing Selasetursins

Þann 17. maí heldur Selasetur Ísland sitt þriðja málþing í húsnæði sínu að Strandgötu 1. Margir áhugaverðir fyrirlestrar um hin ýmsu viðfangsefni.

Málþingið fer fram á ensku. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Nýr starfsnemi

Please welcome Colin, who is currently doing an internship at the Icelandic Seal Center in collaboration with the Marine and Freshwater Research Institute and is supervised by Dr. Sandra Granquist. Colin is a third-year undergraduate student in environmental science and terrestrial resource management at the University of Washington, Seattle. He is interested in climate modeling and researching the impact of climate change on marine ecosystems. Throughout his internship at the Icelandic Seal Center, Colin will analyze the potential changes in habour seal haul-out patterns and site conditions under climate change projections (CMIP6 projections), as well as regularly assist in fieldwork and seal surveys. His aim of the research study is to guide conservation actions to ensure sustainable management of harbour seal populations in Iceland amid the ever-changing climate.

Varptímabilið hafið á Illugastöðum

Nú er varptímabilið hafið hjá æðarfuglinum og eru Illugastaðir því lokaðir frá og með 6. maí til 20. júní. Vinsamlegast berum virðingu fyrir náttúrunni og virðum þessa lokun.

Áfram er hægt að skoða seli við Hvítserk sem er eitt stærsta sellátur landsins. Einnig má benda á að þeir sjást oft í fjörunni frá Vatnsnesveginum og þá er gott að hafa kíki með í för.

Alþjóðlegi seladagurinn er í dag

Í dag er alþjóðlegi seladagurinn. Hann var fyrst haldinn 22. mars 1982 til að vekja athygli á stöðu selsins en á þeim tíma fór selum fækkandi vegna ofveiði. Taldi Bandaríkjaþing ástæðu til að grípa inn í með að gefa selnum þennan dag. Var í kjölfarið gripið til ýmissa aðgerða til að vekja athygli á mikilvægi þess að standa vörð um selinn og forða honum frá útrýmingu.

Beinar selveiðar voru bannaðar við Ísland árið 2019 en selurinn er langlífur og íslenski selastofninn sér því hægt. Íslenski landselurinn er skilgreindur í útrýmingarhættu og íslenski útselsstofninn er skilgreindur í nokkurri hættu. Það er því mikilvægt að sofna ekki á verðinu og passa að selastofninn við Ísland nái þeim lágmarksfjölda sem stefnt er að.