Undirritun

Mánudaginn 11. apríl kl. 12 mun Selasetur Íslands undirrita samstarfssamning við Hafrannsóknastofnun á safni setursins.

Heimamönnum og öðrum velunnurum er boðið að vera við athöfnina.

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs, halda stutt erindi.