Samningur í höfn

Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samnings setursins við Hafrannsóknastofnun þann 11. apríl 2016.

Samningurinn er upp á 40 milljónir króna, þar af eru 10 milljónir eingreiðsla stofnkostnaðar vegna tækjakaupa og standsetningar húsnæðis, og 30 milljónir renna til líffræðirannsókna á selastofninum við Íslandsstrendur. Vonir standa til að rannsóknastyrkurinn verði áframhaldandi.

Á myndinni sjást, frá vinstri: Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands; Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands; Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar; Sólmundur Már Jónsson, aðstoðarforstjóri – fjármál, hjá Hafrannsóknastofnun.


Selasetrið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem að málinu hafa komið, og lítur björtum augum til framtíðar selarannsókna á Íslandi.