Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu

Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu þurfa að berast fyrir 18. mars.

Við óskum eftir glaðværu og þjónustulunduðu fólki með frumkvæðni og góða tungumálakunnáttu til að aðstoða ferðamenn, afgreiða í versluninni, selja inn á safnið, þrífa og ýmislegt annað sem til fellur.

Sendu ferilskrá til Sigurðar Líndal á netfangið selasetur@selasetur.is viljir þú sækja um.