Ný vísindagrein

Sandra M. Granquist, deildarstjóri selarannsókna, birti nýlega í samstarfi við Erling Hauksson, selasérfræðing, grein í vísindatímaritinu Polar Biology. Greinin fjallar um niðurstöður úr rannsóknum á hegðun og viðveru landsela í látrum. Í rannsókninni var kannað hvaða þættir hafa áhrif á það á hvenær landselir liggja í látrum, en mikilvægt sé að slíkir þættir séu á hreinu m.a. til þess að meta stofnstærð landsela með selatalningu. Landselir eru aðallega viðverandi á landi á meðan á kæpingartímabilinu og háraskiptunum stendur, og sýna niðurstöðurnar að kæpingartímabilið stendur yfir frá lok maí fram í byrjun júní og háraskiptin frá lok júlí og fram í byrjun ágúst. Þess á milli er viðvera sela í látrunum minni. Höfundarnir komust að því að aðrir þættir sem hafa áhrif á hvenær selir liggja uppi í látrunum eru lofthiti, sjávarástand, vindhraði og vindátt.

 Úrdrátt úr greininni má nálgast hér: http://link.springer.com/article/10.1007/s00300-016-1904-3