Sumarstarf við selarannsóknir!

Hefur þú áhuga á sumarstarfi sem felst í að aðstoða við rannsóknir á selum á starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga, með aðsetur á Selasetri Íslands? Starfið felst m.a. í því að aðstoða við rannsóknir á stofnvistfræði sela, aðstoða við vettvangsvinnu í sambandi við selatalningar, skrá talningargögn í gagnabanka og fleiri verkefni sem tengjast okkar starfi. Vinnan er undir handleiðslu Söndru M. Granquist, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóra Selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands. Um er að ræða 2 mánaða starf. Umsækjandi þarf að vera námsmaður í námi á milli anna og þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári á háskólastigi á fræðasviði sem nýtist í starfi (líffræði eða skyldum greinum).
Spurningar um starfið má senda á sandra@hafro.is

Sækja um hér.