Selasetrið hefur fengið úthlutað styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til talninga á landsel úr lofti sumarið 2014. Sótt var um ríflega 20 milljón króna styrk til verkefnisins en aðeins fengust 6 milljónir. Því er ljóst að skera verður verkefnið niður umtalsvert og ekki verður hægt að telja með sama hætti og gert var árið 2011. Um leið og talið verður með hefðbundnum ætti verður á ákveðnum stöðum talið með aðstoð ómannaðs loftfars til að bera saman niðurstöður slíkra mælinga og hefðbundinna mælinga. Með þeim hætti má ákvarða hvort ómönnuð loftför eru vænleg til verkefna af þessum toga í framtíðinni.
Verkefnisstjóri er Sandra Granquist sviðsstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins og meðverkefnissjóri er Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur.