Spennandi starf á Selasetrinu og Háskólanum á Hólum

Sérfræðingur óskast til starfa við Selasetur Íslands og Háskólann á Hólum

Við ferðamáladeild Háskólans á Hólum er lögð áhersla á ferðamál í dreifbýli í rannsóknum og kennslu. Meginmarkmið Selaseturs Íslands er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsaðstaða í Selasetri Íslands á Hvammstanga og í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar eru fjölskylduvæn samfélög og falleg náttúra. Sjá nánar á www.selasetur.is og www.holar.is.

Í starfinu felst:

  • kennsla og rannsóknir
  • þátttaka í uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • þátttaka í stefnumótun og fjármögnun rannsóknaverkefna Selaseturs Íslands og Háskólans á Hólum í nánu samstarfi við aðra starfsmenn stofnananna

Við leitum að einstaklingi með:

  • doktorspróf á sviði ferðamálafræða eða tengdra fræðasviða
  • góða þekkingu á sviði náttúrutengdrar ferðaþjónustu og/eða byggðaþróunar með áherslu á heimskautasvæði og ferðamál í dreifbýli
  • reynslu af rannsóknum, kennslu, stjórnun og þróunarstarfi
  • ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum 

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst 2015 og er krafist búsetu á Hvammstanga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Georgette Leah Burns deildarstjóri ferðamáladeildar (sími 863 0308, netfang leah@holar.is) eða Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands (sími 451 2345, netfang selasetur@selasetur.is).

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2015. Umsóknir ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og samantekt fræðastarfs sendist á netfangið umsoknir@holar.is eða til Háskólans á Hólum b/t Erla Björk Örnólfsdóttir, 551 Sauðárkróki.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.