Sarah Marschall ver meistararitgerð sína

Á síðasta ári var Sarah Marschall við rannsóknir á hegðun ferðamanna við Illugastaði á Vatnsnesi í tenglsum við meistaraverkefni sitt við Háskólasetur Vestfjarða. Í dag, þriðjudaginn 28. apríl, kl. 14:00, mun Sarah kynna og verja ritgerð sína, sem ber titilinn:Interpretation in Wildlife Tourism: Assessing the effectiveness of signage to modify visitor’s behaviour at a seal watching site in Iceland.  

Leiðbeinendur hennar eru Sandra M. Granquist, doktorsnemi við Stokkhólmsháskóla og yfirmaður selarannsókna hjá Selasetri Íslands og dr. Georgette Leah Burns, deildarstjóri ferðamáladeildar við Háskólann á Hólum. Prófdómari er Rodrigo Menafra, gestakennari við Háskólasetur Vestfjarða.

Nánari upplýsingar og ágrip má finna hér.

Sarah Marschall

Sarah Marschall in the field.