Ný upplýsingasíða opnuð

Á aðalfundi ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu í gær var opnuð ný og glæsileg heimasíða svæðisins. Á síðunni er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn, um afþreyingu, áhugaverða staði, gistingu, veitingar o.m.fl. Á síðunni er einnig að finna fréttaveitu með upplýsingum um það helsta markvert á svæðinu auk atburða á döfinni. Einnig er umfjöllun um fyrirtæki mánaðarins úr hópi fyrirtækja á svæðinu.

www.visithunathing.is