Heimsókn frá leikskólanum Ásgarði

Við fengum ánægjulega heimsókn í dag frá nemendum og kennurum leikskólans Ásgarðs. Krakkarnir litu við á gönguferð sinni um hafnarsvæðið. Við vitum fátt skemmtilegra en að taka á móti hressum hópum af krökkum. 

Verið velkomin fljótt aftur krakkar 🙂

Dr. Leah Burns gefur út bók

Á dögunum kom út bókin Engaging with animals: interpertations of a shared existance. Höfundar bókarinnar eru tveir, Dr. Leah Burns, sviðsstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selaseturs Íslands og Mandy Peterson. 

Í bóinni er fjallað um þverfaglegar rannsóknir á áhrifum samspils manna og dýra í náttúrunni. Nánari upplýsingar um bókina.

Við óskum Leuh innilega til hamingju með útgáfu bókarinnar.

Engaging with animals

Styrkur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Selasetrið hefur fengið úthlutað styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til talninga á landsel úr lofti sumarið 2014. Sótt var um ríflega 20 milljón króna styrk til verkefnisins en aðeins fengust 6 milljónir. Því er ljóst að skera verður verkefnið niður umtalsvert og ekki verður hægt að telja með sama hætti og gert var árið 2011. Um leið og talið verður með hefðbundnum ætti verður á ákveðnum stöðum talið með aðstoð ómannaðs loftfars til að bera saman niðurstöður slíkra mælinga og hefðbundinna mælinga. Með þeim hætti má ákvarða hvort ómönnuð loftför eru vænleg til verkefna af þessum toga í framtíðinni.

Verkefnisstjóri er Sandra Granquist sviðsstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins og meðverkefnissjóri er Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur.

 

Höfðingleg gjöf frá Marel

Á dögunum barst Selasetrinu höfðingleg gjöf frá Marel. Um er að ræða vandaða tölvuvog sem hægt er að nýta til að vigta það magn fisks sem selur étur á dag. Nýja vogin leysir af hólmi eldri vog sem hafði verið biluð um nokkurt skeið.

Forsvarsmenn Selasetursins færa Marel bestu þakkir fyrir stuðninginn. 

Gjöf frá marel

Styrkur frá Menningarráði norðurlands vestra

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styk frá Menningarráði norðurlands vestra upp á 2.1 milljón króna. Styrknum er ætlað að styðja við uppbyggingu sýningar Selasetursins og rekstur hennar. Á árinu hefur verið unnið að uppfærslu sýningarinnar, m.a. hefur verið opnaður nýr hluti þar sem er að finna upplýsingar um skynfæri sela, upplýsingaspjöld hafa verið uppfærð og hugað hefur verið að almennu viðhaldi í afgreiðslu og salernum seturisns. Nauðsynlegt er að huga vel að þessum þáttum þars em fjöldi gesta eykst jafnt og þétt og sífellt fleiri sækja safnið heim. Einnig er í gangi vinna við umhverfisstefnu Selasetursins auk fleiri smærri verkefna.

Forsvarsmenn Selaseturs þakka Menningarráðinu stuðninginn.