Vinningshafar í happadrætti

Í sumar var tekin í notkun á Selasetrinu rafræn gestabók. Bjóðum við gestum okkar að skrá sig í gestabókina og mánaðarlega er dregið úr nafn heppins gests sem hlýtur að launum stuttermabol frá Selasetrinu.

Vinningshafar sumarsins og fram á haust eru eftirtaldir:

Júlí – Verbena Huber

Ágúst – Eric Vandenbosch

September – Yves Jacobs

Október – Bergsteinn Örn Ólafsson

Við biðjum vinningshafa um að senda okkur línu á netfangið info@selasetur.is með upplýsingum um stærð bols sem óskað er eftir ásamt heimilisfangi.

Við gerum hlé á happadrættinu á tímabilinu frá því í nóvember þar til í mars.