Selasetrið í kynnisferð í Danmörku

Undanfarna daga hafa starfsmenn Selasetursins verið á ferð í Danmörku til að kynna sér þarlend söfn og setur. Heimsókninn er liður í verkefninu Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðþjónustu í Húnaþingi vestra sem styrkt er af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.

Þeir staðir sem heimsóttir voru eru eftirfarandi:

Den Blaa Planet – www.denblaaplanet.dk – afar glæsileg og glæný sýning um lífríki hafsins. Sérstök áhersla á hafotra. Staðsett í Kaupmannahöfn.
Fiskeri og Söfartmuseet – www.fimus.dk – gamalgróið sjóminja og sædýrasafn í Esbjerg. Stofnað 1968.
Nordsoenoceanarium – www.nordsoenoceanarium.dk – eitt glæsilegasta safn af þessum toga í Danmörku. Staðsett í Hirtshals.
Maritime Museum of Danmark – www.mfs.dk – nýtt og glæsilegt safn um hina ríku siglingahefð Dana. Safnið er tilnefnt til Evrópsku safnaverðlaunanna 2015. Staðsett í Helsingör.
Náttúrugripasafnið í Kaupmannahöfn – www.zoologie.snm.ku.dk 
Þjóðminjasafn Danmerkur – www.natmus.dk 

Starfsfólk Selasetursins kemur heim hlaðið hugmyndum sem nýttar verða í áframhaldandi vinnu við framtíðarskipulag sýningar Selasetursins. Á nýju ári er fyrirhugað að fara í samskonar ferð til Skotlands.

Vaxtarsamningi Norðurlands vestra er þakkaður stuðningur við verkefnið.

Selasetrið í kynnisferð í Skotlandi

Um miðjan janúar fóru starfsmenn Selaseturs í stutta kynnisferð til Skotland þar sem þeir kynntu sér þarlend söfn og setur. Heimsókninn er liður í verkefninu Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðþjónustu í Húnaþingi vestra sem styrkt er af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Í tenglsum við það verkefni var farið í sambærilega kynnisferð til Danmerkur í desember. 

Þeir staðir sem heimsóttir voru eru eftirfarandi:

Scottish Seabird Center – www.seabird.org – sýning sem fjallar um sjófugla í tenglsum við eyjar stutt frá landi. Þar er m.a. að finna myndavélar sem hægt er að fjarstýra til að skoða fuglabjörg. Einnig er boðið upp á ferðir til fuglaskoðunar.

Scottish Sealife sanctuary https://www.visitsealife.com/oban/ – setur þar sem selskópum sem villst hafa undan eða eru slasaðir er hjúkrað og svo sleppt. Einnig er þar laug með lifandi selum, ýmiskonar fiskar og sjávardýr, skjaldbökubjörgunarstöð sem og otrar.

Hebridean Whale & Dolphin Trust – http://www.whaledolphintrust.com/ – rannsóknarsetur á eyjunni Mull við vesturströnd Skotlands. Einbeita sér að rannsóknum á hval og höfrungum. 

Einnig var haft samband við fleiri aðila, svo sem WDC Scottish Dolphin Centre sem og Newbold house, gistiheimili sem sérhæfir sig í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Ekki gafst tími til að sækja þá aðila heim. Fundað var með fulltrúa frá Háskólanum í Fort William um hugsanlegt samstarf.

Starfsfólk Selasetursins kemur heim hlaðið hugmyndum sem nýttar verða í áframhaldandi vinnu við framtíðarskipulag sýningar Selasetursins. 

Fyrsta hluta verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðþjónustu í Húnaþingi vestra sem náði yfir öflun hugmynda er nú lokið. Við tekur úrvinnsla úr hugmyndum sem og hönnun á framtíðarútliti Selasetursins sem og ásýnd nánasta umhverfis þess á hafnarsvæðinu á Hvammstanga.

Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið fyrir sumarið og hægt verði að sýna afraksturinn á sýningu Selasetursins í sumar, á 10 ára afmælisári þess.

Vaxtarsamningi Norðurlands vestra er þakkaður stuðningur við verkefnið.

Vinningshafar í happadrætti

Í sumar var tekin í notkun á Selasetrinu rafræn gestabók. Bjóðum við gestum okkar að skrá sig í gestabókina og mánaðarlega er dregið úr nafn heppins gests sem hlýtur að launum stuttermabol frá Selasetrinu.

Vinningshafar sumarsins og fram á haust eru eftirtaldir:

Júlí – Verbena Huber

Ágúst – Eric Vandenbosch

September – Yves Jacobs

Október – Bergsteinn Örn Ólafsson

Við biðjum vinningshafa um að senda okkur línu á netfangið info@selasetur.is með upplýsingum um stærð bols sem óskað er eftir ásamt heimilisfangi.

Við gerum hlé á happadrættinu á tímabilinu frá því í nóvember þar til í mars. 

 

Selasetrið hlýtur styrk

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra vegna verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra. Verkefnið nær til hugmynda og hönnunarvinnu á stækkun og endurbótum á sýningu Selaseturs sem og hugmynda og hönnunarvinnu á útisvæði við Selasetrið sem og hafnarsvæðinu öllu en hafnarsvæðið á Hvammstanga hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Markmiðið með verkefninu er að fá þá ferðamenn sem til Hvammstanga koma til að staldra lengur við í sveitarfélaginu.

Styrkurinn hljóðar upp á 6 milljónir en heildar kostnaður við verkefnið er rúmar 13 milljónir.

Samstarfsaðilar Selaseturs í verkefninu eru fjölmargir: sveitarfélagið Húnaþing vestra, Kaupfélag V-Hún, Ferðamálafélag V-Hún, Gauksmýri ehf, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Bóka- og skjalasafn V-Hún, Grunnskóli Húnaþings vestra, Ferðamáladeld Háskólans á Hólum, Kidka, Selasigling og Veiðimálastofnun.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í lok nóvember og því ljúki um mitt ár 2015. Verkefnisstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selasetursins.