Áhugavert námskeið

Ferðamálasamtök Norðurlands vestra standa fyrir námskeiði fyrir ferðaþjónustuaðila og áhugafólk um fuglaskoðun. Námskeiðið er sett upp sem hluti af þróun Fuglastígs á Norðurlandi vestra en í sumar mun koma út fyrsta fuglaskoðunarkortið yfir svæðið á vegum samtakanna.

Á námskeiðinu verður fjallað um vöruþróun á náttúrutengdri ferðaþjónustu með áherslu á góða umgengni gagnvart náttúru og samfélagi og fjárhagslegan hagnað fyrirtækis eða samfélags.

Farið verður í eftirfarandi efnisþætti og þeir ræddir í samhengi við þróun fuglaskoðunarstígs á Norðurlandi vestra.

  1. Hvað einkennir ferðamenn sem koma til   fuglaskoðunar?
  2. Hvaða innviðir eru nauðsynlegir til að taka á móti slíkum ferðamanni?
  3. Hvaða þjónustu vilja/þurfa þeir sem sækjast eftir því að skoða fugla?
  4. Hvaða þekkingu þarf ég/ferðaþjónustuaðili að búa yfir?
  5. Hvaða skyldur hef ég sem býð upp á fuglaskoðunarstíg/-stað gagnvart bæði náttúru og samfélagi?
  6. Náttúrutúlkun og leiðsögn – leiðir til að tengja ferðamanninn við náttúruna.
  7. Gerð ferðavörunnar – hvað þarf til að ná á ferðamanninn?
  8. Samvinna fyrirtækja – mikivægi þess að efla sitt tengslanet til að styrkja sitt fyrirtæki.

Kennari á námskeiði: Kjartan Bollason, lektor við Ferðamáladeild Hólaskóla, umhverfisfræðingur og menntaður leiðsögumaður.

Námskeiðið fer fram á Hótel Blönduósi, þriðjudaginn 21. apríl kl. 10.00 til 16.00. Léttur hádegisverður og kaffi innifalið.  Verð kr 5000.-

 Skráning á netfangið selasetur@selasetur.is eða í síma 451 2345.

Skráning þarf að hafa borist í síðasta lagi kl 12 mánudaginn 20. apríl.