Hvernig metum við hið ómetanlega

Dagana 16. og 17. apríl verður haldin ráðstefna á Hólum í Hjaltadal sem ber yfirskriftina Hvernig metum við hið ómetanlega. Meðal fyrirlesara verður Dr. Leah Burns, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins og heldur hún erindi í efnisflokknum um Auðlindanýtingu í hnattrænu samhengi: Nærumhverfi, þjóðarumhverfi, heimsumhverfi. Hvaða skuldbindingar, réttindi og mögulegur ágreiningur tengjast misþröngri sýn á auðlindanýtingu.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Dr. Leah Burns

Dr. Leah Burns

Áhugavert námskeið

Ferðamálasamtök Norðurlands vestra standa fyrir námskeiði fyrir ferðaþjónustuaðila og áhugafólk um fuglaskoðun. Námskeiðið er sett upp sem hluti af þróun Fuglastígs á Norðurlandi vestra en í sumar mun koma út fyrsta fuglaskoðunarkortið yfir svæðið á vegum samtakanna.

Á námskeiðinu verður fjallað um vöruþróun á náttúrutengdri ferðaþjónustu með áherslu á góða umgengni gagnvart náttúru og samfélagi og fjárhagslegan hagnað fyrirtækis eða samfélags.

Farið verður í eftirfarandi efnisþætti og þeir ræddir í samhengi við þróun fuglaskoðunarstígs á Norðurlandi vestra.

  1. Hvað einkennir ferðamenn sem koma til   fuglaskoðunar?
  2. Hvaða innviðir eru nauðsynlegir til að taka á móti slíkum ferðamanni?
  3. Hvaða þjónustu vilja/þurfa þeir sem sækjast eftir því að skoða fugla?
  4. Hvaða þekkingu þarf ég/ferðaþjónustuaðili að búa yfir?
  5. Hvaða skyldur hef ég sem býð upp á fuglaskoðunarstíg/-stað gagnvart bæði náttúru og samfélagi?
  6. Náttúrutúlkun og leiðsögn – leiðir til að tengja ferðamanninn við náttúruna.
  7. Gerð ferðavörunnar – hvað þarf til að ná á ferðamanninn?
  8. Samvinna fyrirtækja – mikivægi þess að efla sitt tengslanet til að styrkja sitt fyrirtæki.

Kennari á námskeiði: Kjartan Bollason, lektor við Ferðamáladeild Hólaskóla, umhverfisfræðingur og menntaður leiðsögumaður.

Námskeiðið fer fram á Hótel Blönduósi, þriðjudaginn 21. apríl kl. 10.00 til 16.00. Léttur hádegisverður og kaffi innifalið.  Verð kr 5000.-

 Skráning á netfangið selasetur@selasetur.is eða í síma 451 2345.

Skráning þarf að hafa borist í síðasta lagi kl 12 mánudaginn 20. apríl.

 

Aukinn opnunartími á Selasetrinu

Vegna stóraukinnar aðsóknar aukum við opnunartíma í apríl.

Nú er opið á Selasetrinu þriðjudaga til laugardags kl 12-15.

Þess utan er hópum velkomið að hafa samband í síma 451 2345.

Opnunartíma í sumar er að finna hér.

Selasetur Íslands

Selasetur Íslands á Hvammstanga

Heimsókn frá Vín


Við á Selasetrinu fengum góða heimsókn á dögunum. Prófessor Andreas Muhar frá Institute of Landscape Development, Recreation and Conservation Planning við BOKU Háskólann í Vín kom við  og kynnti sér starfsemi setursins. Meðal annars fór prófessor Andreas í selaskoðun á Illugastöðum í frábæru veðri í fylgd með deildarstjóra ferðamálarannsóknadeildar Seleasetursins, Dr Leah Burns.